Fossinn Dynjandi í Arnarfirði á Vestfjörðum er einn af fegurstu fossum landsins þar sem hann steypist 100 m / 331 ft niður af fjallsbrún Dynjandisheiðar niður í Dynjandisvog. Efst er fossinn 30 m / 98 ft breiður, en neðst er hann helmingi breiðari eða 60 m / 196 ft. Sjö minni fossar eru neðan við Dynjanda, þeir nefnast (talið að ofan): Hæstahjallafoss, Strompgljúfrafoss, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss, Kvíslarfoss, Hundafoss og Bæjarfoss. En bærinn Dynjandi, neðan við fossinn þar sem bílastæðið er núna var í byggð frá miðöldum og fram til 1951, þegar hann fer í eyði. Fossinn og svæðið kringum hann var friðlýst árið 1980.
Arnarfjörður 10/09/2021 17:52 : A7R IV : FE 1.8/135 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson