Kirkjan á Hrafnseyri var byggð árið 1886, og friðuð árið 1990. Árni Sveinsson forsmiður, hannaði og smíðaði þessa fallegu bárújárnsklæddu timburkirkju.

Landið og sagan í Arnarfirði

Hvar er besta veðrið á Íslandi? Hugsanlega við Arnarfjörð, því á Bíldudal þorpinu við fjörðin mælast flestir logndagar á landinu. Gegnt Bíldudal, hinu megin við fjörðinn liggur kirkjustaðurinn Hrafnseyri. Bær sem hefur verið í byggð frá landnámi og fæðingastaður sjálfstæðishetju Íslendinga Jóns Sigurðsson, en hann var fæddur þarna þann 17 júní árið 1811. Annar merkismaður frá Hrafnseyri er Hrafn Sveinbjarnarson, en hann fór rétt upp úr 1200 til Salerno á Ítalíu til að nema læknisfræði. Hann var síðan drepin af frænda sínum Þorvaldi Vatnsfirðingi. Sagan segir hann hafi verið grafinn undir bautasteina við Hrafnseyri. Frá Hrafnseyri er stutt vestur í Lokinhamra, og að Dynjanda, þeim fallega fossi sem fellur í fjörðinn.

Arnarfjörður  03/09/2020 19:31 – A7R III : 2.8/21 Z
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0