Ódýrasta leiðin að gista þegar maður er að ferðast um Ísland er að fara á tjaldstæði, hvort sem maður er með tjald eða hjólhýsi. Og tjaldsvæðin eru mörg, allan hringinn í kringum Ísland. Samkvæmt lauslegri talningu Icelandic Times, Land & Saga eru á Suðurlandi, frá Þorlákshöfn og austur í Svínafell í Öræfasveit 38 tjaldsvæði. Á Austurlandi frá Höfn og norður í Vopnafjörð eru þau 25, á norðurlandi frá Raufarhöfn á Melrakkasléttu og vestur í Hrútafjörð eru 35 tjaldsvæði. Á Vestfjörðum eru þau 21 frá Hólmavík norður á ströndum í Reykhóla á Barðaströnd. Á vesturlandi eru tjaldsvæðin 22 frá Á á Skarðsströnd í Dalasýslu og í Hvalfjörðin. Á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, á suðvestur helmingi landsins eru tjaldsvæðin 7, og mörg prýðileg eins og í Grindavík og Reykjavík. Hef auðvitað ekki komið á öll þessi fjölmörgu tjaldsvæði, en nokkur standa upp úr sem ég hef heimsótt, eins og á Akureyri, í Skaftafelli og Ásbyrgi, á Bolungarvík, Skagaströnd, og í Bakkafirði, svo einhver séu nefnd. Eins eru tjaldsvæðið í Landmannalaugum og á Möðrudal á Fjöllum, mjög minnisstæð. Vestasta tjaldsvæði landsins er í Breiðavík við Látrabjarg, það nyrsta er í Grímsey, austast getur maður tjaldað á Neskaupsstað, og syðst á mjög góðu tjaldsvæði í Vestmannaeyjum. Icelandic Times, Land & Saga fór á tjaldsvæðið í Laugardal í Reykjavík í dag, hér eru svipmyndir frá heimsókninni.
Reykjavík 09/08/2022 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson