Ef maður kemur til Reykjavíkur / Keflavíkur í stutt stopp, ráðstefnu eða fund og langar að sjá og upplifa Ísland, en hefur mjög lítin tíma aflögu, hvað gerir þá? Fer auðvitað út á Reykjanes. Það er til dæmis örstutt, aðeins 22 km frá Hafnarfirði (Höfuðborgarsvæðinu) og til Krýsuvíkur fram hjá Kleifarvatni, vegur 42. Hann endar síðan á Suðurstrandavegi 42/427, þar sem Grindavík liggur í vestri og Þorlákshöfn í austri. Þarna er hægt að upplifa náttúruna, kyrrð og fegurð, í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Icelandic Times / Land & Saga brá sér í myndaferð í dag, að Kleifarvatni / Krýsuvík, spáin var ekkert sérstök, en nóvenberbirtan á Íslandi er alltaf einstök. Hér er afraksturinn.
Reykjanes 14/11/2022 : A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson