Landlæknishúsið byggt 1836, stytta af friðrik Friðrikssyni stendur fyrir framan Bernhöftstorfuna.

Húsaröðin fallega

Húsaröðin sem stendur í brekkunni við Lækjargötu, fyrir ofan Kvosina, er nú kölluð Bernhöftstorfan. Húsaröðin, frá Stjórnarráðinu, síðan Bernhöftstorfan og síðan bygging Menntaskólans í Reykjavík mynda elstu og heillegustu húsaröð í höfuðborginni. Það var fyrir tæplega 70 árum sem arkitektinn Helge Finsen, benti á að í brekkunni væri næstum eina ósnerta götumyndin frá fyrri tíð, og væri því vel þess virði að varðveita, en sum húsin í torfunni voru á þeim tíma í ekki góðu ásikomulagi. Árið 1972 voru Torfusamtökin stofnuð til að stuðla að uppbyggingu húsanna. Úttekt á ástandi húsanna var gerð 1977 það ár kom meðal annars upp bruni í torfunni. Árið 1979 var húsaröðin síðan friðuð og Torfusamtökin gerðu leigusamning við fjármála- og menntamálaráðherra um yfirtöku samtakanna á torfunni gegn endurreisn þeirra. Þeirri vinnu var að fullu lokið árið 1989. Elstu húsin tvö í Bernhöftstorfunni eru frá árinu 1832, síðan er eitt frá árinu 1836. Tvær byggingar í húsaröðinni eru yngri, báðar reistar árið 1905.

 

Bernhöftstorfan dregur nafn sitt af Bernhöftsbakaríi sem var í Bankastræti 2 í 97 ár, eða frá árinu 1834 til 1931. Nú er í húsinu bakaríið og kaffihúsið Bakabaka,
Horft frá Bernhöftstorfunni, niður Bankastræti á Lækjartorg
Hinu megin við Bankastrætið er Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra
Í Gimli, fremst á myndinni er til húsa Skrifstofa Listahátíðar í Reykjavík

Reykjanes 15/11/2022 : A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0