Undir rótum Esju, er vogskorið nes, Kjalarnes, með um 1.400 íbúum. Þetta fallega nes, norðan við Kollafjörð og sunnan Hvalfjarðar tilheyrir höfuðborginni, Reykjavík. Þrátt fyrir að Mosfellsbær með sinni þéttu byggð liggur á milli. Á Kjalarnesi, í landnámi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins, var stofnað fyrsta héraðþingingið á Íslandi, Kjalarnesþing, undanfari Alþingis á Þingvöllum. Þingið var síðan flutt að Elliðavatni, en hét samt sem áður áfram Kjalarnesþing. Frá Kjalarnesi er ákaflega fallegt útsýni, suður til höfuðborgarinnar á Seltjarnarnesi, og alla leið yfir á Reykjanes yfir Kollafjörðinn í Faxaflóa. Þorpið á Kjarnesi heitir Grundarhverfi, þangað og í miðbæ Reykjavíkur er um 25 mín akstur.
Reykjavík 14/12/2022 : A7R III, A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson