Bryggjuhverfið við Grafarvog

Á mótum Elliðavogs og Grafarvogs er Bryggjuhverfið í Reykjavík. Öðruvísi hverfi, þar sem hvorki er verslun né skóli, þrátt fyrir að vel á annað þúsund manns búa í um 800 íbúðum í þessu fallega og einstaka hverfi. Hverfið er enn í mótun og byggingu, því fram til ársins 2025 mun íbúðarfjöldin í hverfinu nær tvöfaldast. Það var fyrir meira en 30 árum sem fyrirtækið Björgun lagði drög að byggingu hverfisins á lóð fyrirtækisins að erlendri fyrirmynd. Það var arkitektinn Björn Ólafs, sem hefur starfað í Parísarborg í áratugi, sem fengin var árið 1992 að þróa hugmynd og hanna hverfi þar sem nálægðin við hafið væri nýtt til útivistar og afþreyingar. Land & Saga lagði land undir fót og gekk um hverfið á öðrum degi nýs árs. Það var fallegt, og snjóþungt, eins og reyndar í allri höfuðborginni. En fáir á ferli, því veðrið var meira að sitja inni, lesa góða bók og njóta útsýnissins út á sundin, en labba um hverfið í blautum þungum snjónum.

Svipmyndir frá Bryggjuhverfinu í Reykjavík

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
02/01/2022 : A7R III, A7C : FE 1.4/24mm GM, FE 1.4/85mm GM
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0