Baðströndin í hverfinu, fjölsótt á góðviðrisdögum

Sjá land

Það eru tæp tuttugu ár síðan Sjálandshverfið í Garðabæ reis, eftir hugmyndum Björns Ólafs arkitekts. Hverfi með 750 íbúðum og rúmlega 2200 íbúum, hönnuð af fjölda arkitekta til að gefa hverfinu svip sem ekki er eintóna. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason átti síðan bæði hugmynd að nafni og götunöfnum í þessari sérstöku byggð við suðurenda Arnarnesvogs að Gálfahrauni. Þaðan er örstutt út á Álftanes, til Bessastaða, bústaðar Forseta Íslands. Fá hverfi á öllu höfuðborgarsvæðinu hafa eins góða sjávarsýn eða jafn góða hjóla- og göngustíga eins og Sjálandshverfið í Garðabæ, bæ sem vaxið hefur hvað hraðast á Íslandi síðustu ár. Verður jafnvel fjölmennari en Akureyri innan skamms.

Veitingastaðurinn Sjáland í Sjálandi
Hjólað framhjá Sjálandi
Sólin kysst í Sjáland
Það er hægt að stóla á fólkið í Sjálandshverfinu
Spænskir ferðamenn frá Valensíu, áttu orð um hverfið og veðrið
Allir litir leyfilegir

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Garðabær  24/08/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z