Sýning í sýningu á sýningu

Skilaboð, er sýningarheimsókn á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Þar skoða grafísku hönnuðurnir Una María Magnúsdóttir og Katla Einarsdóttir skilaboð milli heimilisfólks á samskiptamiðlum. Þar sem hugsun og húmor ráða för. Sýningin þeirra er eins konar gestur, boðflenna á yfirlitssýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Hugmyndin kemur frá Sigríði Sigurjónsdóttur forstöðumanni safnsins, þegar þær stöllur, Una María og Katla unnu sem sumarstarfsmenn í safninu síðastliðið sumar. Þær köstuðu síðan út neti, til að fanga skilaboð, og sjá mikin mun hvernig kynslóðirnar tjá sig ólíkt í skilaboðum, eldra fólkið tjáir sig formlega í texta, meðan yngri kynslóðin tjáir sig í styttingum og internet slangri. Sjón er sögu ríkari á Hönnunarsafni Ísland.

Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg í Garðabæ
Una María Magnúsdóttir og Katla Einarsdóttir höfundar verksins
Frá sýningunni Skilaboð, á Hönnunarsafni Íslands
Frá sýningunni Skilaboð, á Hönnunarsafni Íslands
Frá sýningunni Skilaboð, á Hönnunarsafni Íslands
Frá sýningunni Skilaboð, á Hönnunarsafni Íslands
Texti á sýningunni
Texti frá sýningunni

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Garðabær 25/11/2023 –  A7R IV, A7C II : FE 2.8/50mm, FE 1.4/24mm GM