Kastalar í Reykjavík

Fyrir hundrað og ellefu árum, árið 1922, reistu Sturlubræður, Sturla Jónsson (1861-1947) og Friðrik Jónsson (1860-1938) á Laufásvegi, líklega stærstu einbýlishús sem hafa verið reist á Íslandi, 2000 fermetra hús. Í dag hýsa húsin tónlistarskóla og dagheimili og voru þau teiknuð af Einari Erlendssyni (1883-1968), einum af merkustu arkitektum Íslands. Sturluhúsin við Laufásveg eru í kastalastíl, eins og mörg húsa hans sem skreyta miðbæinn, eins og danska sendiráðið við Hverfisgötu og Galtafell við Laufásveg. Hann skapaði fjöldan allan af byggingum sem setja sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur, eins og Fríkirkjuveg 11, og höll Hjálpræðishersins við enda Aðalstræti, Hnitbjörg Listasafn Einars Jónssonar og Mjólkursamsöluhúsið við Snorrabraut sem er nú í endurbyggingu. Einar starfaði í hálfa öld, frá 1905 til 1955 sem arkitekt, og fáir hafa sett jafn sterk spor og hann á húsasögu Íslands.

Danska sendiráðið
Önnur af Sturluhöllunum, nú leikskóli
Kastali Hjálpræðishersins
Hér er tónlistarskóli til húsa
Galtafell
En er verið að byggja hús í kastalastíl í Reykjavík, hér nýbygging við Laufásveg
Fríkirkjuvegur 11

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 18/11/2023 – A7R IV, A7C : FE 2.5/40mm G, FE 1.4 35mm GM