Fjársjóðskista Mannsandans/ Fjársjóður í Vestri/ Miðja Mannlífsins/ Samkomuhúsið í Vestri

Akranes, litlu sjávarþorpið á vesturlandinu, hefur heldur betur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er í dag blómstrandi bær með fjölþjóðlegu ívafi í bland við þjóðlegan blæ. Í þessu gamla bæjarfélagi má enn finna gamlar hefðir og merki um liðna tíð en líka má finna sterk merki um blómstrandi mannlíf og aukna áherslu á að reka ríkt og fjölmenningarlegt menningarlíf.
IMG_7628Fjölmargir leggja leið sína til bæjarins yfir sumartímann og njóta þess að gista á nútímalegu tjaldstæði staðsett við Esjubrautina í hinni fögru Kalmannsvík þar sem sólsetrin eru án efa með þeim fegurstu á Íslandi.
Það er margt að sjá á Akranesi og má þar helst nefna kröftuglegan og nálægan faðm Akrafjallsins fagra, hannyrð, myndlist og langa og stranga íþróttahefð.
En það er ekki bara rík íþróttahefð og náttúrufegurð sem laðar fleiri og fleiri til Akraness. Í gamla Barbró, eins og húsnæði Gamla Kaupfélagsins er þekkt í hugum eldri kynslóða skagamanna, er nú starfsræktur veitingastaður og bar sem hefur svo sannarlega slegið í gegn á síðustu þremur árum.
IMG_7627Þessi bjarti og skemmtilegi veitingastaður býður alla velkomna inn fyrir sínar dyr, heimamenn jafnt sem utanaðkomandi. Í Gamla Kaupfélaginu starfar gott fólk sem leggur sig fram við að veita fyrirmyndarþjónustu og ætti fjölbreyttur matseðilinn að höfða til allra aldurshópa sem og menningarhópa.
IMG_0091IMG_0526Kaupfélagið er staðsett mitt í gamla bænum og í göngufjarlægð frá helstu gististöðum bæjarins og er um að gera að tylla sér og njóta góðra veitinga og drykkjarfanga. Um helgar, eftir að eldhúsið lokað, opnar svo líflegur bar þar sem heimamenn sanna gestrisni sína með því að bjóða útlendinga og íslendinga allsstaðar að velkomna. Ekki síst eru hinir sögulegu erkifjendur skagamanna í fótbolta, KR-ingarnir úr Vesturbænum, velkomnir eftir spennandi leik á heimavelli við gyllta sandbreiðuna á Langasandinum góða.
Á matseðlinum er úrvalið fjölþjóðlegt og má þar finna indverskt salat, mexíkanska rétti á borð við quesadilla og Nachos, úrval af ljúffengum kjúklingaréttum og holla og góða fiskrétti í bland við safaríka nautapiparsteik og alvöru hamborgara. Ekki má svo gleyma eldbökuðum pizzum að hætti hússins.
Gamla Kaupfélagið er svo sannarlega samkomustaður heimamanna og gestkomandi þar sem menn og konur næra líkamann með veigum guðanna og finna gleði í hjarta í mjúku mjöðursfljóti.

Eftir Júlíönu Björnsdóttur
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0