Það er ekkert alþjóðlegt samstarf eins gjöfult og gott og samstarf Norðurlandanna sem er elsta samstarf í heimi af sínu tagi. Norrænt samstarf á rætur í menningu, efnahagsmálum og stjórnmálum, þar sem samnorrænar aðgerðir mynda virðisauka fyrir alla þá rúmlega 30 milljónir íbúa sem búa á Norðurlöndunum. Samstarfið miðar að því að gera sameiginlega rödd þjóðanna sterkari á alþjóðavísu. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlandanna þar sem mannréttindi og nýsköpun er í fararbroddi.
Stutt er síðan Norðurlöndin voru eitt þjóðríki, en þau sameinuðust með Kalmar samkomulaginu árið 1297. Það kom brestur í samkomulagið 1521, þegar danir og svíar urðu sjálfstæðar þjóðir. Undir hatti Svía voru Finnland og síðan Noregur, Eistland og Lettland, meðan Danir áttu Ísland, Færeyjar og Grænland.
Norðurlandaráð var stofnað 1952, en Finnar ganga ekki í ráðið fyrr en þremur árum síðar, eftir að Stalín deyr. Á þessum tíma vilja Finnar ekki rugga bátnum, með tæplega 2000 km löng landamæri við Sovétríkin sálugu.
Eins og Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt alla Norrænu forsætisráðherrana á fundi í Helsinki þann 13. júlí; “If we left the important decisions to the Nordics, we’d all be in good shape.”
Icelandic Times / Land & Saga kíkti á öll sex sendiráð Norðurlandanna í Reykjavík í dag. Einfalt verkefni, öll í miðbænum, þrjú á Túngötu, tvö við Sóleyjargötu og eitt á Hverfisgötunni, það danska.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 31/07/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z