Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin helgina 24.-27. ágúst.
Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt.
Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með skrúðgöngu, varðeld og brekkusöng í Álafosskvos.
Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á Miðbæjartorgi og stíga ávallt landsþekktar hljómsveitir ásamt heimafólki á svið.