Cassandra Edlefsen Lasch

Fyrsti gestur ársins 2021 í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir er sýningarstjórinn Cassandra Edlefsen Lasch. Í erindinu, an artist publication as artwork as radiating library mun Cassandra fjalla um útgáfu listakonunnar Susanne Kriemann Ge (ssenwiese) og K (anigsberg): Library for Radioactive Afterlife sem hún ritstýrði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Cassandra Edlefsen Lasch er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri, ritstjóri og textahöfundur búsett í Berlín. Hún hefur velt fyrir sér hlutverki ritstýringar – ferli yfirlesturs og endurlesturs – innan listræns samhengis. Hún hefur stýrt alþjóðlegum ritum, bæði sjálfstætt og hjá Hatje Cantz, gegnt starfi ritstjóra við PRAXES Center for Contemporary Art í Berlín og við Bergen Assembly. Þá hefur hún unnið í samstarfi við ýmsa alþjóðlega listamenn og gallerí, meðal annars neugerriemschneider.
Cassanda hefur í gegnum störf sín rannsakað hugmyndina um samhugsun og hvernig hún birtist við gerð bókverka. Rit hennar homecomings 1, 2, 3, etc. (Berlin: Archive Books, 2018), sem var innblásið af verkum Hreins Friðfinnssonar House Project (1974-) og bóka George Perec´s Species Spaces (1974), leiddi af sér stóra samsýningu og röð málþinga sem náði yfir þriggja ára tímabil með þátttöku um 50 lista- og fræðimanna. Af nýlegum skrifum og ritstjórnarverkefnum Cassöndru er helst að nefna: Susanne Kriemann, Ge(ssenwiese) and K(anigsberg): Library for Radioactive Afterlife (Leipzig: Spector Books, 2020); Hreinn Friðfinnsson: Works 1964-2019 (London: Koenig Books, 2019); Michael Beutler, Things in Slices (Berlin: BOM DIA, 2019); Florian Neufeldt, Folds and Faults (Berlin: Distanz, 2019); benandsebastian, Department of Voids (Berlin: Kerber Verlag, 2018); and with editor Rhea Dall, Wilhelm Sasnal: ENGINE (Oslo: Kistefos-Museet, 2018).
Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni opinberlega.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR: https://bit.ly/3cc6KpR

101 Reykjavik


Thursday, March 11, 2021 at 8:30 PM UTC


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles