Fjarðarbyggð og Múlaþing

Ævintýri allt árið á fjöllum og í bæjum

Austurland skiptist í fjögur sveitarfélög og eru Fjarðabyggð og Múlaþing þau stærstu þeirra á meðal. Þar er náttúran stórbrotin og skartar Austurland sínu fegursta yfir vetrarmánuðina. Mikla afþreyingu er að finna víðs vegar og má þar nefna frábæru skíðasvæðin Stafdal og Oddskarð sem bæði eru einkar fjölskylduvæn og fögur svæði. Hvort sem um ræðir hef ðbundna brautaskíðun, snjóbrettaævintýri, fjallaskíðasvaðilfarir, fjölbreyttar gönguskíðaleiðir eða fyrstu skref í fjallinu geta öll fundið eitthvað spennandi við sitt hæfi. Svæðin hafa þann eiginleika að vera einstaklega vel búin svo ekki sé minnst á hvað veðrið kann oft að vera stillt. Á Austurlandi eru fjölmargir bæir sem allir hafa sinn sjarma og sérkenni. Fjölbreytt af þreying og menning er ríkjandi og er saga hvers bæjar reglulega áhugaverð. Sundlaugar, heilsulindir, veitingastaðir og gistivalmöguleikar skipta tugum auk viðburða.

Fjarðarbyggð

Fjarðarbyggð – Skíðabrekkur og söfnin

„Landslagið, náttúran og jarðfræðin hefur vakið mikla athygli jarðfræðinga og þess vegna kom til dæmis Jarðfræðisetrið á Breiðdalsvík til,“ segir Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar. „Þetta er vegna jarðlagahalla og eini staðurinn á landinu þar sem það er.“ Það sem einkennir svæðið eru stórskornir firðir, há og mikil fjöll og fuglalíf og svo má nefna Skrúð sem er 160 metra há hamraeyja út frá mynni Fáskrúðsfjarðar. Og ekki má gleyma fossunum. Skíðabrekkurnar heilla marga og er Oddsskarð, eða Austfirsku Alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft nefnt, eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta í 513 metra hæð og þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Þar hafa verið haldnar hátíðir um páska síðustu ár. Fjallaskíðahópar hafa nýtt sér svæðið og geta þeir auðveldlega farið á milli fjarða.

Fjarðarbyggð

„Mjóifjörður er einangraður staður í byggð yfir vetratímann og er möguleiki á að taka bát frá Neskaupstað yfir í Mjóafjörð og skinna þaðan og er gisiting mögulega í boði.“ Þegar enginn er snjórinn eða jafnvel einhver snjór er tilvalið að hjóla á fjallahjólum og má nefna gamla aflagða vegi sem eru góðir fyrir fjallahjól svo sem vegurinn gamli yfir Oddsskarð, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, og svo er tilvalið að hjóla frá Eskifirði inn á Gerpissvæðið (Vöðlavík og Viðfjörður). „Tanni Travel á Eskifirði sérhæfir sig í skipulögðum ferðum um Austurland og má nefna skíðaferðir, hestaferðir og bátasiglingar.“ Ferðaþjónustan á Mjóeyri á Eskifirði sérhæfir sig svo í austfirskum vélsleðaferðum, gönguferðum og skíðaferðum og þá býður Mjóeyri upp á leiðsögn fyrir hreindýraveiði, rjúpnaveiði og sjófuglaveiði.

Fjarðarbyggð

Sögunni er gerð skil á söfnum og má nefna Frakka á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði. Safnið er í tveimur byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900, Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Meginsýning safnsins er hins vegar í undirgöngum sem tengja húsin saman. Það er ævintýralegt að skoða safnið og hefur tekist að skapa sérstakt andrúmsloft og fá gestir að upplifa líf sjómanna um borð í frönsku skútunum sem sóttu Íslandsmið. Einnig kynnast gestir starfsemi Franska spítalans upp úr aldamótunum 1900. Málverkasafn Tryggva Ólafssonar er í Safnahúsinu á Neskaupstað en í sama húsi eru meðal annars Náttúrugripasafn og Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar. Þar er hægt að skoða flesta íslenska fugla og svo er þar líka fiskasafn með ýmsum sjaldséðum fiskum. Þá er í safninu safn skeldýra og uppstoppuð íslensk spendýr og steinasafn auk þess sem þar er að finna austfirskt plöntuvísindasafn og skordýrasafn. Þá má nefna Steinasafn Petru sem er í einkaeigu. Petra Sveinsdóttir safnaði steinum í fjöllunum við Stöðvarfjörð frá barnæsku og í áranna rás bættist mikið við safnið. Nú fyllir safnið og minjagripasalan húsið hennar Petru og garðinn, sem orðinn er hluti af safninu. Steinasafn Petru er stærsta steinasafn í einkaeigu í Evrópu og endurspeglar vel jarðfræðilega sérstöðu Austurlands sem eins elsta hluta landsins. Loks má nefna Norðurljósahúsið á Fáskrúðsfirði þar sem boðið er upp á stórbrotna sýn á norðurljósin í allri sinni fjöbreyttu litadýpt. Fáskrúðsfirðingarnir og áhugaljósmyndararnir Jóhanna K. Hauksdóttir og Jónína G. Óskarsdóttir tóku allar norðurljósamyndirnar sem þar eru til sýnis. Á stjörnubjörtum kvöldum dansa svo norðurljós iðulega um tignarleg fjöllin á Fáskrúðsfirði.

Vök Baths í Múlaþingi

Múlaþing

Árið 2020 sameinuðust Borgarfjörður, Djúpivogur, Egilsstaðir og Seyðisfjörður í víðfeðmasta sveitarfélag landsins, Múlaþing. Múlaþing státar af stórbrotinni og fjölbreyttri náttúru á stóru landssvæði og urmul af afþreyingu fyrir öll. „Sumarmánuðina þarf vart að kynna enda hefur margur lagt leið sína á Austurland til að njóta veðurblíðunnar. Atlavík í Hallormsstaða skóg i sló aðsóknarmet árið 2021 þar sem tjaldað var á hverri þúfu,“ segir Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála í Múlaþingi. „Sumarafþreyingin er nær endalaus þar sem náttúruperlur eru víða, óvenjulega margir golfvellir, stórbrotnar gönguleiðir um fjöll og firnindi, blómstrandi menningarlíf og svo mætti lengi telja.

Múlaþing

„Hollvættir á Heiði“ sem sett var upp í menningarmiðstöð Sláturhússins sló í gegn á landsvísu og fékk lof gagnrýnenda en reglulegar leik- og listasýningar finnast víðs vegar í bæjarhlutunum. Þar má nefna Tækniminjasafnið á Seyðisfirði sem opnaði í haust nýja aðstöðu í vélsmiðjunni á Seyðisfirði en framtíðaráform safnsins eru mikilfengleg þar sem til stendur að byggja undir safnið nýtt húsnæði og menningarreit. Á Djúpavogi er alltaf gaman að koma við í Löngubúð, elsta húsi bæjarins. Í Löngubúð er safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Þar er einnig minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á lofti Löngubúðar hefur verið komið fyrir minjasafni. Að ógleymdu minjasafni austurlands sem staðsett er á Egilsstöðum en saga safnsins er stórmerkileg og hlutirnir sem þar leynast, sjón er sögu ríkari.

Múlaþing

Vetrarmánuðirnir eru engu síðri en Stafdalur stóð algjörlega fyrir sínu síðasta vetur. Stafdalur átti næstflesta opnunardaga á landsvísu og því óhætt að segja að skíðasvæðið sé ansi stabílt hvað veður og snjó varðar. Brekkurnar eru langar og víðar og útsýnið frá toppnum engu líkt. Fjöllin á Austurlandi eru vinsælt aðdráttarafl á veturna en þar er oft hægt að sjá fjölda fólks á gönguskíðum, fjallaskíðum, vélsleðahópa eða bara fólk að njóta útsýnisins. „Við státum okkur að sjálfsögðu af öf lugu bæjarlífi líka. Eftir góðan úti dag er ekkert betra en að koma í bæ og geta fengið sér góðan mat, kíkt í búðir og á söfn eða á viðburð. Viðburðadagatalið er ansi þétt enda um að ræða metnaðarfullt samfélag og skýrar menningarstefnur. Múlaþing er heilsueflandi samfélag og því mikilvægt að minnast á heilsulindirnar okkar. Vök baths er staðsett rétt fyrir utan Egilsstaði og á köldum vetrarkvöldum láta norðurljósin sig ekki vanta. Á Borgarfirði er nýlega búið að opna fjölbreytt og glæsilega heilsulind á hótelinu Blábjörg en þar er hægt að fara í þarabað sem er nýung á íslandi, ásamt bjórböðum, fjölbreyttum gufum og fallegu útisvæði staðsett við sjávarlínuna. Vert er að minnast á ekta Borgfirskar veitingar sem ýmist eru bruggaðar af Borgfirðingur eða þurrkaðar í þurrkgeymslum beint úr hafinu. Upplifðu Austurland, í allri sinni fjölbreyttu dýrð.

Stuðlagil í Múlaþingi
Múlaþing
Fjarðarbyggð
Fjarðarbyggð
Fjarðarbyggð
Múlaþing
Múlaþing
Múlaþing
Múlaþing
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0