Þau voru afhent í sjöunda sinn, við hátíðlega athöfn í Iðnó við Tjörnina, Íslensku myndlistarverðlaunin. Amanda Riffo var valin myndlistarmaður ársins, fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu. Hún er frönsk-sílensk myndlistarkona sem hefur verið búsett á Íslandi síðastliðin 12 ár. Hvatningarverðlaun fékk Brák Jónsdóttir fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Norræna húsinu. Heiðursviðurkenningu fékk Hreinn Friðfinnsson fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Hann lést fyrir rúmri viku, 81 árs gamall. Áhugaverðasta endurritið var sýning Hildar Hákonardóttur, Rauður þráður á Kjarvalsstöðum. Samsýning ársins var Að rekja brot, í Gerðarsafni, Kópavogi, og síðan verðlaun fyrir útgefið efni sem tengist myndlist, hlut bókin Art can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir, eftir Ágústu Oddsdóttur. Auðvitað var Icelandic Times / Land & Saga á staðnum.
Reykjavík 14/03/2024 : A7R III, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson