Amanda Riffo, myndlistarmaður ársins

Íslensku myndlistarverðlaunin

Þau voru afhent í sjöunda sinn, við hátíðlega athöfn í Iðnó við Tjörnina, Íslensku myndlistarverðlaunin. Amanda Riffo var valin myndlistarmaður ársins, fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu. Hún er frönsk-sílensk myndlistarkona sem hefur verið búsett á Íslandi síðastliðin 12 ár. Hvatningarverðlaun fékk Brák Jónsdóttir fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Norræna húsinu. Heiðursviðurkenningu fékk Hreinn Friðfinnsson fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Hann lést fyrir rúmri viku, 81 árs gamall. Áhugaverðasta endurritið var sýning Hildar Hákonardóttur, Rauður þráður á Kjarvalsstöðum. Samsýning ársins var Að rekja brot, í Gerðarsafni, Kópavogi, og síðan verðlaun fyrir útgefið efni sem tengist myndlist, hlut bókin Art can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir, eftir Ágústu Oddsdóttur. Auðvitað var Icelandic Times / Land & Saga á staðnum.

Gjörningaklúbburinn var með gjörning, auk þess að vera kynnar kvöldsins
Ágústa Oddsdóttir tekur við verðlaunum fyrir bók ársins, frá Ásdísi Spanó formanni Myndlistaráðs
Verk eftir Hrein Friðfinnsson
Hvatningarverðlaunin hlaut Brák Jónsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra heldur ávarp
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hélt ræðu um Hrein Friðfinnsson
Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur hélt sterka ræðu

Reykjavík 14/03/2024 : A7R III, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson