Barnadagskrá: Sigrún í safninu

Barnabókahöfundurinn vinsæli Sigrún Eldjárn kemur í Þjóðminjasafnið að hitta forvitna krakka á sunnudaginn 8. desember kl. 14.

Þegar Sigrún var lítil stelpa átti hún heima í Þjóðminjasafninu ásamt foreldrum sínum og systkinum! Þetta sérstæða æskuheimili hafði mikil áhrif á hana og nú hefur hún skrifað bók um hvernig það var að alast upp innan um merkilegustu dýrgripi þjóðarinnar eins og Valþjófsstaðahurðina og Þórslíkneskið.

Sigrún ætlar að segja frá kynnum sínum af þessum sýningarmunum og mörgum fleiri sem eru enn þann dag í dag til sýnis á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.

Hún hlakkar til að rifja upp æskuminningar, leiki og uppákomur sem tengjast safngripunum og því að búa í íbúð í safninu en faðir Sigrúnar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður á þessum tíma.

Bók Sigrúnar, Sigrún á safninu, verður á tilboði í Safnbúð þennan dag. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.

Einnig verður lítil smiðja í barnahorni á 1. hæð með munum sem koma fyrir í bókinni.

Þegar Sigrún var að alast upp á safninu eignaðist hún vinkonu í sýningarsalnum en það var beinagrind konu sem lifði á Víkingaöld! Beinagrindina má skoða í Þjóðminjasafninu og í Safnbúð fæst nú skemmtilegt tvöfalt 40 bita púsl sem gaman er að glíma við.

 

Börn frá frítt á Þjóðminjasafn Íslands. Miði fyrir fullorðna kostar 2.500 kr. og gildir í ár frá kaupum.

Verið öll velkomin.

Mynd: Kápa nýjustu bókar Sigrúnar Sigrún í safninu.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0