halda tónleika í Gym & Tonic 11. maí
Kiriyama Family hafa látið fara lítið fyrir sér undanfarið útávið þar sem þau hafa verið að vinna hörðum höndum að sinni annarri breiðskífu. Kiriyama Family halda sína fyrstu tónleika í dágóðan tíma í Gym & Tonic á KEX Hostel næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 21:00. Með þeim til halds og traust er hin stórgóða sveit X-Heart sem rekur rætur sínar til Reykjavíkur og Stokkhólms.
Kiriyama Family er sextett skipaður meðlimum úr ýmsum byggðarlögum á Suðurlandi og sendu þau frá sér sína fyrstu breiðskífu árið 2012 sem inniheldur vinsæl lög á borð við „Weekends“, „Sneaky Boots“ og „Heal“.
X-Heart er sjö meðlima hljómsveit sem lengst af hefur starfað í Stokkhólmi en sveitin starfar nú Reykjavík. Sveitin spilar drungalegt og dansvænt popp og er með skemmtilegri nýrri böndum í íslensku tónlistarsenunni. X-Heart hafa m.a. verið að hita upp fyrir Mammút og fleiri mætar sveitir.
Tóndæmi:
Kiriyama Family: https://www.youtube.com/watch?v=_BEsi3sQV58
X – Heart: https://soundcloud.com/xheartmusic/women-of-the-world
Tenglar:
https://www.facebook.com/kiriyamafamily/?fref=ts
https://m.soundcloud.com/xheartmusic
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1500 krónur.
Bestu kveðjur / Best regards
Benedikt Reynison
Events / Social Media
Mob. +354 822 2825