Alþingiskosningar fóru fram þann 25 september, og nú tveimur mánuðum seinna er Alþingi að koma saman í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin hefur starfað áfram meðan formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa unnið formlega að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðsla um hvernig eigi að taka á úrslitum í Norðvesturkjördæmi. En við endurtalningu þar, breyttist ansi mikið, fimm þingmenn duttu út, og fimm nýir komu inn, en þingmannatala flokkanna á Alþingi breytist ekki. Á Alþingi sitja 63 þingmenn fyrir átta stjórnmálaflokka.
Reykjavík 25/11/2021 13:11 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson