Að standa fyrir fólkið

Nanna Hlín Halldórsdóttir; ræða við setningu Alþingis 08/09 2015

Ágætu þingmenn.

Nú er komið haust og flest höfum við vonandi náð að slaka á í sumar, hvíla huga og líkama, eyða tíma með okkar nánustu, ræktað jörðina, gengið á fjöll eða í það minnsta sleikt þá littlu sól sem okkur er úthlutað hér á norðurbaugi jarðar.

Því nú er framundan nýr vetur fullur af spennandi áskorunum en kannski líka erfiðum. Sérstaklega fyrir ykkur sem sinnið þessu krefjandi starfi – og þurfið þess að auki að svara fyrir hverja gjörð, hverja skoðun og jafnvel hvert orð.

Dyrholaey_iceland_icelandictimesSiðmennt Þingsetning 8 september 2015Þessu starfi sem felst í því að standa fyrir fólkið. Á Íslandi, sem og í flestöllum öðrum vestrænum ríkum ríkir fulltrúalýðræði – sem er lýðræðisform sem fékkst í gegn með byltingu borgaranna á 18. öld; þeim sögulega viðburði sem við köllum Frönsku Byltinguna. Á síðustu tveimur öldum hefur þetta stjórnarform verið að þróast í takti við aðrar umbreytingar samfélagsins og hefur það í flestum tilfellum haft í för með sér aukna lýðræðisvæðingu. En jafnvel þótt að ekki mega gleyma að sjálf hugmyndin um lýðræði hafi alltaf þegar ákveðna útópíska vídd, á þann hátt að hún verði aldrei algerlega raungerð  og að í raun missi hugtakið gagnrýnisvídd sína höldum við því fram að lýðræði hafi verið raungert –  þá langar mig fyrst og fremst að tala um fulltrúalýðræði hér í dag.

Bjorn ruriksson Eyjafjallajookull.Closest farm torvaldseyri.IMG_7170 copyÁstæða þess að ég vil einskorða mig við fulltrúarlýðræðið er sú að ef við myndum takmarka lýðræðishugmyndina við þau stjórnmál sem stunduð eru á Alþingi og í sveitastjórnum þá myndi ég halda því fram að um þrönga skilgreiningu á lýðræðishugmyndinni væri að ræða – sem að til dæmis lokaði fyrir lýðræðisvæðingu á þeim stöðum sem flest fólk eyðir miklum tíma sem er vinnustaðurinn.

Hvað fulltrúalýðræði felur í sér er hins vegar nógu stórt þrætuepli – og gæti það eflaust tekið ykkur allan veturinn að ræða aðeins um það epli. Ennfremur væri jafnvel hægt að færa rök fyrir því að slíkt bitbein sé rauður þráður í gegnum starf og umræður Alþingis. Hvað þýðir það að vera fulltrúi fólksins í þeim verkefnum að deila niður auði sem og verkum í einu samfélagi?

Í þeim fræðum sem ég stunda – gagnrýnum fræðum sem leitast við að skoða og gagnrýna samfélagskerfið sem heild en ekki aðeins betrumbæta einstaka þætti þess – og femínískum fræðum sem ganga ekki aðeins út á að skoða stöðu karla og kvenna, heldur einnig að bera fram nýjan mannskilning – mannskilning sem leggur áherslu á að verund okkar sé mótuð af samfélaginu og þeirri stöðu að fæðast berskjölduð í þennan heim fullkomlega háð umhyggju þeirra sem á undan okkur koma – já í þessum fræðum þá mætti kalla einn stærsta vandann eða debattið: fulltrúa-vandann. Nú bregst okkur aðeins íslenskan en á enskunni myndum við tala um the problem of representation.

Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni?  Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?

Ef þið svarið neitandi… eða bendið á að allt sé þetta frekar flókið – þá vakna upp enn fleiri spurningar: Hver er mín persónulega staða í heiminum og hvernig litast viðhorf mín af þeirri stöðu?

Ég hef sjálf þá reynslu að „komfort-sónið“ mitt hafi verið hressilega hrisst og skekið og mér bent á hversu ómeðvituð ég væri um forréttindi mín – nú síðast eftir kynni mín við hælisleitendur og flóttafólk – sem hafa upplifað óöryggi um líf sín sem ég get ekki gert mér í hugarlund, ég get ekki skilið það – það eina sem ég get skilið er að dauðinn hefur aldrei staðið svo nálægt mér, ég veit ekki hvernig það er að lifa í ótta við dauðann. En síðan hef ég einnig reynslu af skilningsleysi annarra, skilningsleysis kerfisins – sem ung kona sem þarf á heilbrigðiskerfinu að halda – sem berst dag frá degi við krónískan sjúkdóm sem ekki hefur öðlast skýra viðurkenningu frá kerfinu þannig að upplifunum mínum og sársauka hefur margsinnis verið vísað á bug. Út frá þeirri reynslu hef ég hins vegar fundið til skilnings og samhygðar með öðru fólki í mínum sporum sem kannski varpar örlitlu ljósi á að hversu miklu leyti maður getur talað fyrir hönd annarra.

Icelandic timesBRur_47. Skaalholt_AA00263 - V2 copyFlækjustig fulltrúavandans kemur auðveldlega í ljós skoði maður sína eigin stöðu á þennan hátt – líf manns er margbreytilegt, það er einstakt en á sama tíma einnig eitt stak í mengi – eða öllu heldur margvíslegum mengjum sem skarast og mynda þennan ákveðna einstakling.

Fulltrúarvandinn á ekki aðeins við í því pólitíska samhengi sem við erum hér að skoða – hann á einnig við um alla menningu – á allan þann hátt sem ákveðnar manngerðir eru birtar okkur; birtingamyndir kvenna og karla í bröndurum eða sjónvarpsþáttum, miðausturlandabúa í fjölmiðlum og svo mætti lengi telja upp. Og þessar birtingamyndir skipta sköpum í því hvernig að fólk í ólíkum félagslegum mengjum birtist okkur.

Hvernig skrifað er um fólk, hvernig það er myndað eða birtist á skjánum hefur áhrif á það hvernig við komum fram við það. Hvort við treystum því. Þetta á bæði við um minnihlutahópa og fólk í valdastöðum. Það er vert að skoða þennan síðarnefnda hóp með tilliti til trausts, hverjum treystum við til þess að fara með valdið? Hvernig lítur sú manneskja út? Og lítur hún kannski alltaf eins út eða erum við farin að treysta fólki sem birtist okkur á margbreytilegan hátt?

bjorn ruriksson Icelandic timesEn hvernig koma þessar pælingar ykkur þingmönnum við og þessu nýja þingi? Þið hafið verið valin í það hlutverk að standa fyrir fólkið eftir núverandi kerfi. Hin siðferðislega jafnt sem pólitíska spurning sem þið öll þurfið að takast á við, með ykkur sjálfum, við hvort annað, við fólkið í ykkar kjördæmi – er á hvaða hátt skal ég standa fyrir ykkur? Nægir það umboð sem er veitt á fjögurra ára fresti? Nægir að svara ykkar kjördæmi? Hví veljum við fulltrúa eftir landsvæðum en ekki einhverju allt öðru? Hefði það ekki alveg eins getað þróast þannig að ólíkir hópar veldu sér fulltrúa – að í stað þess að hafa Reykjavíkur kjördæmi suður hefðum við: konur á aldrinum 25-35 eða fólk með tekjur undir tveimur milljónum? Hver veit?

Framundan eru krefjandi verkefni og í amstri hversdagsins gæti það reynst þreytandi að bæta við sig þessum spurningum. Að skilja virkni þess ríkisapparats sem við búum við í dag, tengsl og valdatengsl sem eiga sér stað á meðal ólíkra anga stjórnsýslu og stofnana er eflaust ekki létt verk. Alþingi er félagslegur vinnustaður eins og aðrir vinnustaðir, með sínar skrifuðu og óskrifuðu vinnureglur, með sín norm um hvernig gera eigi hluti. Eða … ég veit það ekki, en bæði stór og smá samfélög eiga það til að skapa ákveðin mynstur og venjur utan um þau félagslegu samskipti sem rúmast innan þeirra. En sú staðreynd að þið séuð í þessari stöðu að vera fulltrúar þjóðar með augu almennings stöðugt á ykkur breytir því ekki að þið eigið ykkur hversdagslíf og takið þátt í samskiptum sem skapast hafa yfir áraraðir. Sé vilji til breytinga án þess að allt fari í hund og kött þarf eflaust að sýna nærgætni, jafnvel virðingu en einnig staðfestu.

icelandictimes Bjorn ruriksson LANDMANNALAUGA 2 DSC_A0549Það er því ekki létt verk að takast á við hvaða pólitíska ábyrgð fylgi því að standa fyrir fólkið. En fólkið er margbreytilegt, janfvel á þessum litla klaka. Allt frá því að bera fór á hugmyndinni um gagnrýni og gagnrýnni hugsun frá og með 16. og 17.öld hefur verið lögð rík áhersla á að gagnrýni feli í sér meðvitund um eigin stöðu í heiminum; einhvers konar sjálfs-meðvitund sem innifelur sjálfsgagnrýni. Meðvitund um eigið meðvitundarleysi og jafnvel blindu – meðvitund um að ekki myndu allir breyta eins og ég, að reynsla og upplifanir annarra eru oft ólík minni eigin. Með þessum orðum langar mig til að vekja upp huga ykkar með spurningum og hugleiðingum fyrir nýtt þing.

Takk fyrir.

Nanna Hlín Halldórsdóttir