Norðurland - Mývatn

Af veðri og vindum

Af veðri og vindum

Hvar er hlýjast á Íslandi? Sú veðurstöð sem hefur hæstan ársmeðalhita, er sú syðsta á landinu, sjálfvirka veðurstöðin í Surtsey. En ársmeðalhitinn á síðasta ári var þar 6.55°C, örlítið hærri en í Vestmannaeyjum þar sem hann var 6.23°C. Í Reykjavík var hann 5.37°C, á Bolungarvík 4.24°C, Akureyri  4.58°C, Egilsstöðum 4.04°C og 4.02°C á Þingvöllum. Kaldasta veðurstöð landsins er á Gagnheiði fyrir ofan Egilsstaði, í tæplega þúsund metra hæð, en meðalhitinn þar var -1.10°C. Á þeirri veðurstöð hefur einnig mælst mesti vindhraði á Íslandi, 74,5 m/s (268 km/kl) þann 16 janúar 1995. Heitasti dagur ársins var í Ásbyrgi í Öxarfirði, 28.0°C og kaldast var þar -13.1°C, en kaldast á landinu á síðasta ári var ekki langt frá, við Mývatn -25.1°C. Kaldast var í Reykjavík 9.8°C á síðasta ári, þetta ár verður kaldara, því næstu daga er spáð miklu frosti, ekki bara í Reykjavík, heldur á öllu landinu.

Hlýjasti staður landsins, Surtsey. Því miður er eyjan sem kom upp í gosi 1963, ekki aðgengileg ferðafólki.

 

Höfnin í Vestmannaeyjum. Hlýasti staður landsins í byggð.
Miðnætti í Ásbyrgi, þar sem hæsti hitinn mældist á síðasta ári.

 

Vetrarstilla við Mývatn

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Ísland 2012/2022 : A7RIV, RX1R II, Hasselblad : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, 80mm