Þessi stóri steinn hafði fallið úr Reyðarfjalli á Vattarnesi á veg 96 um nóttina.

Samtals er vegakerfi Íslands 12.901 km / 8.016 mi samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þar af eru stofnvegir 4.416 km / 2.744 mi í byggð og 503 km / 312 mi á hálendinu. Lengstu göng landsins eru Héðinsfjarðargöng (2010), milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar 11 km / 6.8 mi löng. Fyrstu jarðgöngin á Íslandi eru í gegnum Arnarneshamar, við ísafjörð, þau eru 30 m / 98 ft löng. Lengsta brú landsins er Borgarfjarðarbrúin við Borgarnes (1979), 520m / 1706 ft. Hæsti vegur landsins er Sprengisandsvegur, hálendisvegurinn sem tengir saman norður og suðurland, hann fer hæst í 940 m / 3.084 ft hæð. Hringvegurinn, vegur 1, sem er 1321 km / 821 mi langur, er nú allur með bundnu slitlagi, en síðasti kaflinn, í botni Berufjarðar fékk bundið slitlag haustið 2019.

 

Suður-Múlasýsla 14/09/2021 07:04 : RX1R II : 2.0/35 

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson