Ahrif Hekluelda 1980 á lífríkið. Dr. Sturla Friðriksson

Dr. Sturla Friðriksson:
Ahrif Hekluelda 1980 á lífríkið

 Skoða nánar hér

Jarðeldar hafa byggt upp og mótað þetta land, og frá þeim hefur borizt efniviður í jarðveg og það umhverfi, sem lífverur landsins búa við. Þannig hefur tilvera þessara lífvera verið háð því að hér á landi komi eldgos öðru hvoru.
Hins vegar ógna jarðeldar lífi á ýmsa vegu. bæði nær og fjær gosstoðvunum. og hafa valdið staðhundnu tjóni, sem stundum hefur orðið afdrifaríkt fyrir landsmenn. Eldgos hafa þannig haft veigamikil áhrif á sögu okkar íslendinga. Sé því Heklugosi lokið. sem hófst 17. ágúst síðastliðinn. hefur það valdið landsmönnum minni búsifjum en mörg fyrir Heklugos. enda þótt tjón hafi orðið tilfinnankgt á sumum svæðum, svo sem á Landmanna- og Gnúpverjaafréttum.
Það, að gosið skyldi hefjast í lok sumars en ekki í byrjun þess olli minna tjóni en ella hefði getað orðið. Gróður hafði þá að mestu leyti lokið eðlilegum sumarvexti en lomb orðin stálpuð og fé farið að leita niður úr afréttarhogum. Þá var heyskap einnig að mestu lokið. Vindátt var nokkuð hagstæð við upphaf gossins, því að gjóskumokkinn lagði til norðurs frá Heklu yfir Landmannaafrétt að vestan, og síðan norður um afrétti Gnúpverja og Hrunamanna. norður um Kjöl og vestanverðan Hofsjökul. yfir austanverða Auðkúluheiði og  Eyvindarstaðaheiði, og þræddi mökkurinn síðan að mestu yfir hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og sáldraði osku í innsveitum og afréttum þessara héraða á Norðurlandi. Starfsmenn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins brugðu skjótt við og fylgdust með þróun gossins frá upphafi, til þess að geta kannað áhrif þess á landbúnað.
Talsverð reynsla hafði þegar fengizt við athuganir frá fyrri gosum, bæði úr Heklu og Heimaey. Þegar gos hófst í Skjólkvíum norðan Heklu 1970, voru áhrif þess á landbúnað könnuð af sérfræðingum frá Rannsóknastofnunum landbúnaðarins og iðnaðarins og tilraunastoðinni að Keldum. Þessi hópur hefur unnið saman þegar rannsaka hefur þurft efnainnihald ösku frá eldstöðvum og kanna bæði ástand gróðurs og heilsufar búpenings.

Hér á eftir skal lýst að nokkru áhrifum eldgosa á gróður og sérstaklega þessa síðasta Heklugoss.
Skoða nánar hér
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980