Áin gefur

Áin gefur

Þjórsá sem rennur á sýslumörkum Árnes- og Rangárvallasýslu af Sprengisandi, frá Hofsjökli og Vatnajökli er lengsta vatnsfall landsins. Þar sem hún rennur í sjó fram rétt vestan við Þykkvabæ rúmlega 230 km langa leið. Á þessari löngu leið, eru sjö vatnsaflsvirkjanir í ánni, og hennar þverám; tvær Búrfellsstöðvar, Sultartangastöð, Hrauneyjarfosstöð, Sigöldustöð, Vatnsfellsstöð og Búðarhálsvirkjun. Allar í eigu Landsvirkjunar. Þrjár virkjanir í Þjórsá eru á teikniborðinu. Í dag framleiðir Þjórsá um 40% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi, en áin er sú næst vatnsmesta í lýðveldinu, eftir Ölfusá. Meðalrennsli Þjórsár er um 350 m³/s. Rennsli Ölfusár er um 50 m³/s meira; en þar sem hún rennur á láglendi, með lítilli sem engri fallhæð, er Ölfusá ekki væn til virkjanna. Það eru einungis tvær brýr yfir Þjórsá, á allri þessari löngu leið. Jafn margar og yfir Ölfusá, sem er einungis 25 km löng. Land & Saga tók flugtúr yfir ósa þessa mikla fljóts, sem ekki bara gefur rafmagn, áin er mjög góð og fengsæl veiðiá, en í henni veiðist bæði lax, urriði, bleikja og áll.

Ströndin við árósana
Form sem verða til við svarta ströndina
Einmanna hólmi í Þjórsá
Mórautt jökulvatn
Ef þessar virkjanir sem eru á teikniborðinu, mun Þjórsá framleiða helming af öllu rafmagni á Íslandi
Við Suðurströndina

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Suðurland 09/10/2023 –  A7R IV : FE 1.4/85mm GM