Áinn & dalurinn

Áinn & dalurinn

Þeir hafa verið framsýnir í stjórn Reykjavíkurborgar árið 1906, þegar Elliðaáin er keypt til beislunar vatnsafls. Áin sem kemur upp Elliðavatni og rennur þaðan til sjávar, gegnum Elliðaárdalinn, 6 km / 4 mi langa leið. Meðalrennsli Elliðaárinnar er 5,5 m³/sek. Elliðaárdalurinn er vagga veitustarfsemi í borginni, í árnar var sótt neysluvatn frá árinu 1909, og er gert enn, því Gvendarbrunnar sem er aðal vatnsból Reykjavíkur núna, er á vatnasvæði árinnar. Rafstöðin var tekin í notkun árið 1921, og frá 7. áratug 20. aldar hefur hitaveitan sótt heitt vatn í allmargar borholur í Elliðaárdal. Starfsemi borgarinnar í dalnum hefur alltaf tekið mið af lífríkinu í dalnum og ánni, enda er einstakt að vera með góða laxveiðiá sem rennur í gegnum höfuðborg. Mikið fuglalíf er í dalnum, og margar vel merktar gönguleiðir, enda er dalurinn og næsta umhverfis, eitt af vinsælustu útivistarsvæðum á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Verið er að leggja lokahönd á nýtt torg og útivistarsvæði við gömlu rafstöðina. 
Gróðurinn er að taka við sér í Elliðaárdal
Góðar gönguleiðir eru um allan dalin, hér horft að byggðarkjarnanum við gömlu rafstöðina. 
Það er göngustígur yfir Árbæjarstífluna, stíflu sem byrjað var að byggja árið 1920 í tengslu við Rafstöðina sem var tekin í notkun árið 1921. Í bakgrunni má sjá upp í byggðina í Efra-Breiðholti. 

Reykjavík 28/04/2021 09:51 – 10:58 : A7R III : FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson