Auðvitað  Austurland

Þegar horft er á tölur, hvort það sé frá Ferðamálastofu eða Vegagerðinni, eru tveir landshlutar útundan í ferðamennsku á Íslandi, Vestfirðir og Austfirðir. Auðvitað er langt austur eða vestur. Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík, þangað sem 99% ferðamanna koma, og höfuðborgin Reykjavík eru langt í burtu. Sex tímar vestur á Ísafjörð akandi, helmingi lengra austur. Hér eru nokkrar myndir, sýnishorn að austan, myndir teknar á síðustu árum. Austurland býður upp á ótal möguleika. ótrúlega sterka náttúru, kyrrð og veðurfar sem er mun blíðara en á suður og vesturlandi, þangað sem mikill meginþorri gesta sem heimsækir Ísland sér og upplifar. Góða ferð.

Eskifjörður í miðju landshlutans

Lækir undir Snæfelli

Héraðsflói, en þar falla út tvær af höfuðfljótum fjórðungsins, Jökulsá á Dal og Lagarfljót

Hreindýr finnast á Íslandi bara á Austfjörðum

Sundlaugin á Neskaupstað

Herðubreið séð frá Möðrudal

Fé undir Búlandstindi í Berufirði

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 28/05/2023 : A7RIII, A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm, 2.0/35mmz, FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/100mm GM