Augnablik á Þjóðminjasafninu

Augnablik á Þjóðminjasafninu

Sýning Rúnars Gunnarssonar (1944) Ekki augnarblikið heldur eilífðin, var að opna á Þjóðminjasafni Íslands og stendur fram á haust. Sterk sýning þar sem ljósmyndir Rúnars fanga tíðarandann, augnarblik, sögu landsins, þegar Reykjavík verður borg, þegar mannlífið verður margbreytilegt. Falleg, vel gerð og sterk sýning sem vert er að sjá. Enda er Rúnar mjög snjall myndasmiður. Á sama tíma opnaði á Veggnum, sýning úr sex myndaalbúum Ragnheiðar Bjarnadóttur, myndir sem hún gaf Menningarmiðstöð Þingeyinga, þegar hún var að verða tíræð. Svo það er þess virði að skreppa á Þjóðminjasafnið og horfa eitt augnablik í baksýnisspegilinn.  

Þjóðminjasafn Íslands
Rúnar Gunnarsson Ljósmyndari
Frá Ekki augnarblikið heldur eilífðin
Frá sýningu Ragnheiðar Bjarnadóttur, Ljós og leikur
Frá Ekki augnarblikið heldur eilífðin, sýningu Rúnars Gunnarssonar

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

11/03/2023 : A7R IV A7R III : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM