Atlantic Airwas sjá vaxtartækifæri á Íslandi

Flugfélag Færeyinga, Atlantic Airways, fagnaði 30 ára afmæli sínu árið 2018 og hefur floti þess vaxið svo um munar á síðustu árum enda er það þekkt í dag sem alþjóðlegt f lugfélag. Félagið sem rekur þyrluþjónustu samhliða fluginu þjónar fjölda farþega bæði innanlands og utan og hefur nú á prjónunum áætlanir er varða Ísland á komandi ári, 2022.

Jóhanna frá Bergi forstjóri Atlantic Airways

Stofnun flugfélagsins á þeim tíma var hugsuð til að byggja upp færeyska flugþjónustu í atvinnuskyni og tryggja að Færeyjar hefðu loftbrú við umheiminn. Samkvæmt forstjóranum, Jóhönnu frá Bergi, hefur aðalstarfsemi þeirra miðast við tengingu Færeyja við umheiminn, tengingu við Ísland auk tíu mismunandi áfangastaða, Kaupmannahafnar, Billund, Álaborgar, Edinborgar, Keflavíkur, Oslóar og Parísar er flogið allt árið, og árstíðabundið til Barcelóna, Mallorka og Kanaríeyjanna.

Færeyjar / Faroe Islands – Ljósmyndari: Páll Stefánsson

Mikilvæg tenging við Ísland

Atlantic Airways hafa sterk tengsl við Ísland og sjá frekari vöxt í þeim efnum á næstunni. „Við stefnum á daglegt flug til Íslands vegan mikils áhuga, og hlökkum til að gjalda Íslendingum líkt, kynna þeim menningu okkar og náttúru,“ sagði Jóhanna.

Jóhanna frá Bergi

Framtíðarplön

Áætlað hafði verið að styrkja tengslanetið á árinu 2020, en vegna Covid gekk það ekki eftir. „Eins og hjá svo mörgum fóru þær áætlanir sem gerðar höfðu verið fyrir árið 2020 í bið, en við horfum björtum augum til ársins 2022 – það verður okkar 2020,“ segir Jóhanna brosandi. „Við höldum áfram að skoða hvað kemur Færeyjingum best hvað varðar flug og þjónustu erlendis, auk þess hvað við sem þjóð getum boðið gestum okkar upp á árið 2022. Við sjáum fyrir okkur að hafa starfsemi MICE að fyrirmynd, laða að viðskiptamenn, þá sem vilja halda ráðstefnur eða tónlistarviðburði. Háannatími okkar er frá júlí til september, en okkur þætti gott að hafa meira jafnvægi á há- og lágannatímabilum og á lágannatímum gætu ráðstefnur eða tónlistarhald ef til vill komið meira inn í.“

Stöðugur vöxtur

Farþegafjöldi Atlantic Airways hefur aukist jafnt og þétt í áranna rás, en eins og áður sagði var árið 2018 hið þrítugasta í rekstrinum – með yfir 300.000 farþega. Metfjölda í raun eða 10% aukningu frá árinu á undan enda telur Jóhanna aukinn áhuga vera á Færeyjum, svo og á Norðurlöndunum sem eigi bara eftir að aukast. -JG

 

Atlantic Airways

Vagar Airport, FO-380 Sorvagur
Faroe Islands
+298 34 10 00
[email protected]