Austurhöfn

Byggingaframkvæmdir eru hafnar á reit Austurhafnar í Kvosinni, norðan Geirsgötu og sunnan hótelsins sem rís hjá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. byggingarnar verða fimm hæðir með verslunum á jarðhæðum, 71 íbúð á efri hæðum og bílakjallara. Meðalstærð íbúða er um 140 m2 og eru verklok áætluð haustið 2019.

„Íbúðirnar, sem eru í stærri kantinum miðað við það sem gengur og gerist hérlendis, verða seldar á almennum markaði og mjög til þeirra vandað,“segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna, fasteignaþróunarfélgasins sem er í forsvari fyrir framkvæmdunum á Austurhafnarreitnum.

„Við höfum gert gagngerar breytingar á verkefninu frá því við tókum við því, stækkað íbúðir og komið til móts við kröfur, t.d. Reykjavíkurborgar, um útlit og uppbrot. Í þessu verkefni er verið að vanda mjög vil verka, varðandi m.a. efnisval, klæðningar, útlit á gluggum og þess háttar.“

Jarðvinnu er nýlega lokið á Austurhafnarreitnum og uppsteypa hafin. Verklok eru áætluð haustið 2019 en gert ráð fuyrir að hægt verði eftir áföngum að flytja inn í hluta íbúðanna.  

Arkitekt: T-arkitektar

Byggingastjórn: Mannvit

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0