Austurland býður ferðamanninum upp á sitt lítið af hverju í náttúrufari. Segja má að Austurland feli í sér hvað mestar andstæður náttúru og landslags sem finnanlegar eru hérlendis. Meginhluti Austurlands er á blágrýtissvæðinu eystra, þar sem miklir fjallgarðar setja svip á landslagið, en norðvesturhlutinn er á móbergssvæðinu þar sem landslagið er ungt og óþroskað, dalir mjóir og grunnir og engin fjöll nema eldfjöllin.
Hér eru nokkrar myndir frá Markaðstofu Austurlands.