Bjart myrkur

Á þessum árstíma hellist myrkrið yfir norðurhvelið. Dagarnir eru stuttir, aðeins fimm og hálfur klukkutími af sólarljósi í Reykjavík nú í lok nóvember. Sólarupprás er 10:28 og sólsetur nokkrum mínútum fyrir klukkan fjögur síðdegis. En borgin er björt, vel upplýst, það er notalegt að rölta um miðbæinn í svartasta skammdeginu, stemningin er kósý. Icelandic Times / Land & Saga hélt niður í miðbæ, til að gefa lesendum sínum smá nasasjón af stemmingunni í höfuðborginni. Já veturinn, er ekki síðri tími til að sækja miðbæinn heim, hvort sem maður býr í Brussel, Bolton, Borås eða í Baltimore. Eða bara upp í Breiðholti. 

Sól í myrkri á horni Óðinsgötu og Bjarkarstígs

Fyrir utan Hörpu, ráðstefnu og tónlistarhöllina við austurhöfnina

Horft upp Skólavörðustíginn, Hallgrímskirkja efst á Skólavörðuholtinu

Horft af Arnarhól að Lækjartorgi, hjarta Reykjavíkur

 Friðarsúlan í Viðey lýsir upp næturhimin Reykjavíkur. Hér séð frá Hörpu, yfir Kollafjörð, ljósin á Laugarneshverfinu til vinstri. Friðarsúlan (Imagine Peace Tower) er listaverk eftir Yoko Ono og reist í eyjunni Viðey til að heiðra minningu látins eiginmanns listakonunnar bítilsins John Lennon. Listaverkið var vígt á afmæli hans, þann níunda október 2007. Og lýsir upp ár hvert frá þeim degi til dánardags hans, en hann var myrtur í NYC þann 8. desember árið 1980

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 24/11/2022 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM