Bjartar nætur

Þessi mynd er tekin norður Eyjafjörðinn þremur mínútum eftir miðnætti í nótt. En Eyjafjörður er á miðju Norðurlandi, og við þennan 60 km langa fjörð búa hátt í 30.000 þúsund manns. Akureyri er lang stærsti bærinn, með 20.000 íbúa, og liggur í botni fjarðarins. Þar er eini alþjóðaflugvöllurinn á Norðurlandi. Ein eyja, Hrísey er í Eyjafirði, má sjá hana rísa upp úr firðinum vinstra megin á myndinni, þar búa nú um 150 manns, og hefur fækkað mjög á síðustu árum. 

Eyjafjörður 15/07/2021  00:03 135mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson