Bjórböðin

Ævintýri á Árskógssandi

Baðaðu þig í bjór, taktu skoðunarferð um bruggverksmiðjuna og njóttu þess að dvelja á notalegu hóteli með gullfallegu útsýni á norðurlandinu.

Ísland býr yfir einhverju ferskasta og hreinasta vatni á jörðinni. Ferðalangar eru hvattir til þess að drekka kranavatn og njóta þess að baða sig á hinum ýmsu baðstöðum landsins allt frá hlýjum náttúrulaugum, sundlaugum og dýrindis heilsulinda. Vilji fólk einstaka upplifun eru Bjórböðin á Árskógssandi tilvalinn valkostur en þau eru ein fyrstu sinnar tegundar utan austur-Evrópu þar sem að eigendurnir fengu hugmyndina upprunalega.

Að upplifa bjórbað

Eigendurnir leggja mikla áherslu á að skapa afslappandi upplifun fyrir sína gesti meðan þeir njóta sín í bjórbaði í 30 mínútur en þar á eftir koma svo 30 mínútur af hvíld í notalegu umhverfi. Baðkerin eru gerð úr Kambala viði og rúma hvert um sig tvo einstaklinga. Baðið er svo fyllt af bjór, vatni, humlum og geri sem skapar einstaklega góða blöndu fyrir húðina. Sértu á ferðalagi með börn þá er gott að vita að það er ekkert aldurstakmark í bjórböðin þar sem bað-bjórinn er ódrykkjarhæfur.

Dreypið á ölinu og njótið bæði matar og notalegrar gistiaðstöðu 

Fyrir þá sem eru svangir er dýrindis veitingastaður á svæðinu og alltaf kaldur Kaldi bjór á krananum. Veitingastaðurinn er með vel útilátinn matseðil þar sem má finna allt frá smáréttum, eins og beikon-frönskum og kjúklingavængjum yfir í stærri rétti eins og borgara, steikur og fisk og franskar. Í ágúst var svo opnað hótel sem gerir gestum kleift að dvelja lengur á þessum fallega stað norður í landi. Sjávarútsýni er frá öllum herbergjum þar sem hægt er að virða fyrir sér Hrísey í fjarska, umhverfið og útsýnið er jafn róandi og notalegt og hótelið sjálft. Hótelið er í dag með fimm herbergi en í vor munu bætast ellefu við og á daginn er hægt að fá léttar máltíðir á kaffihúsinu á hótelinu.

Fjölskylduáhuginn á bruggiðnaðinum

Íslenska fjölskyldan á bak við bjórböðin opnuðu sína fyrstu bruggsmiðju árið 2006 og ferðuðust til Tékklands tveimur árum seinna þar sem þau nutu þess að upplifa bjórböð í fyrsta skiptið. Þegar heim var komið fór að gerjast hugmyndin um að opna íslensk bjórböð og árið 2017 varð sá draumur að veruleika þegar þau opnuðu sín eigin bjórböð. Bjórböðin voru opnuð á Árskógssandi, rétt hjá Dalvík og eru nauðsynlegur áfangastaður fyrir alla bjórunnendur hvort sem það er til þess að baða sig í bjór, drekka hann eða bara njóta dásamlegs útsýnis og friðsæls umhverfis í útipottunum. Ekki láta þessa perlu framhjá ykkur fara í næstu ferð norður.

Björböðin
Ægisgata 31
621 Árskógssandi
Sími 4142828
[email protected]
bjordbodin.is