Blátt vatn á svörtu engi

Blátt vatn á svörtu engi

Bláa lónið í dag

Þeir hafa örugglega ekki hugsað, vísindamennirnir sem hófu rannsóknir og boranir í Svartsengi, hrauninu rétt norðan við Grindavík árið 1971, að þeir myndu skapa einn vinsælasta ferðamannastað á íslandi, Bláa lónið. Þeir voru að leita að jarðvarmaorku í hrauninu, sem þeir fundu og byggð var Svartengisvirkjun árið 1976, sem sér öllum íbúum á Reykjanesskaga fyrir heitu vatni til húshitinur, auk þess að framleiða 75 MW af raforku sem fer á landsnetið. Í upphafi, þegar farið var að nýta gufuholurnar fyrir virkjunina myndaðist lón, vegna affalssvatns sem kom frá virkjuninni, lón sem fékk nafnið Bláa lónið. Það var síðan árið 1981, sem psoriasis sjúklingar fóru að sækja í lónið, því það kom í ljós að vatnið hefði mjög jákvæð áhrif á húðsjúkdóminn. Árið 1987 var síðan byggð smá búningsaðstaða, og nokkrum árum síðar 1994 tók Bláa Lónið hf. yfir rekstur baðstaðarins við lónið, og hefur á þessum tæplega þrjátíu árum byggt upp stað, sem er einstakur á heimsvísu. Enda flykkjast ferðalangar í að baða sig í þessari náttúrulaug fullum af kísil og þörungum Leptolyngbya erebi var, sem hjálpa til að mynda bláan lit í Svartsengi og hann er víst líka einstaklega góðir fyrir húðina.

Grindavík 30/06/2022 : 12:02 -12:55 :  A7C : FE 1.8/20mm G – FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson