Borðeyri stendur við Hrútafjörð sem er lengsti fjörðurinn við Húnaflóa. Hrútafjörður sker Stranda og Vestur-Húnavatnssýslur. Borðeyri tilheyrir Bæjarhrepp sem afmarkast af Borgarbyggð í suðri, Húnaþingi vestra í austri, Dalabyggð í vestri og Strandabyggð í norðri.
Borðeyri fékk verslunarréttindi árið 1846 og þar var samfelld verslun til ársins 2008. Lengst af starfrækti Kaupfélag Hrútfirðinga verslun og sláturhús á Borðeyri.
Á tímum sauðútflutningsins og Vesturferðana var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn og var sá staður á landinu þar sem flestir vesturfarar fóru um borð í skip.
Í dag er starfræktur grunnskóli, leikskóli, tjaldstæði, gistihús, bifreiðaverkstæði og girðingarfyrirtæki á staðnum.
www.bordeyri.is