Brotið úr Berlínarmúrnum við Höfða í Borgartúni.
Brotið úr Berlínarmúrnum endurgert
Miðvikudag 16. ágúst við Höfða í Borgartúni
Þýski götulistamaðurinn Jakob Wagner endurgerir listaverk sitt á brot úr Berlínarmúrnum sem stendur við Borgartún í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst. Wagner mun njóta aðstoðar myndlistarmannsins Arnar Alexanders Ámundasonar. Þeir hefjast handa á hádegi og gera má ráð fyrir að þeir ljúki verkinu síðdegis á morgun.
Reykjavíkurborg fékk brotið úr Berlínarmúrnum að gjöf frá listamiðstöðinni Neu West Berlin árið 2015. Verkið sem var á brotinu var ekki frá tímum múrsins, heldur var það málað fyrir nokkrum árum. Óblíð veðrátta skemmdi verkið en nú verður það endurgert þannig að það þoli betur íslenskt veðurfar.