Drangey

Skagafjörður liggur milli Húnaflóa og Eyjafjarðar, á norðvesturlandi, og eru þrjár eyjar í firðinum, Málmey, Þórðarhöfði og Drangey, sem liggur fyrir miðjum 16 km breiðum firðinum. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey, mest af stuttnefju, lunda, álku og langvíu, auk ritu fýls og fálka. Eyjunnar er fyrst getið í Grettis sögu, en útlagin Grettir bjó þar síðustu 3 æfiárin í eyjunni, ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi. Grettir var veginn í Drangey árið 1031. Árinu áður vann Grettir Ásmundarson það þrekvirki að synda frá Drangey í land hjá Reykjum undir fjallinu Tindastól, þegar eldurinn slokknaði hjá þeim út í eyjunni, og þeir bátlausir. Grettissund er það afrek nefnt, og litu margir á það sem ýkjusögu, þangað til Erlingur Pálsson sundkappi og lögreglumaður synti úr Drangey og til lands á 4 og hálfum tíma þann 31. júlí 1927. Fyrst kvenna að synda Drangeyjarsund voru þær Heiða Björk Jóhannsdóttir og Þórdís Hrönn Pálsdóttir þann 8. ágúst 2009. 

Drangey séð frá Sævarlandsvík á Skaga. Glittir í Þórðarhöfða lengst til hægri, Málmey lengst til vinstri.

Skagafjörður 09/02/2020  14:47 – A7R III : FE 1.8/135mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson