Knattspyrnuvöllur Súlunnar, þar steig Ívar Ingimarsson landsliðsmaður sín fyrstu knattspyrnuskref. Handan við fjörðinn er Mosfell til vinstri og Lambafell til hægri.

Draumavöllurinn

Það eru fáir knattspyrnuvellir á Íslandi sem hafa eins fallegt útsýni og völlur Ungmennafélagsins Súlunnar á Stöðvarfirði. Félags sem var stofnað fyrir tæpum hundrað árum, árið 1928. Stöðvarfjörður er ekki stór bær, en þar búa 189 manns í þessum litla firði milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. En ef maður á stóra knattspyrnudrauma, þá geta þeir ræst, hvaðan sem maður kemur. Eins og saga Ívars Ingimarssonar knattspyrnumanns sem kemur frá Stöðvarfirði og spilaði í enska boltanum í 13 ár frá 1999 til 2012, með liðum eins og Wolves, Brentford og Ipswich. Auk fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd. Eitt fjölsóttasta safn Austurlands er á Stöðvarfirði, Steinasafn Petru. Þar er heimur sem engin sem á leið um svæðið má láta framhjá sér fara.

Stöðvarfjörður 31/10/2021 10:44 – RX1R II : 2.0/35mm Z
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0