Draumavöllurinn

Það eru fáir knattspyrnuvellir á Íslandi sem hafa eins fallegt útsýni og völlur Ungmennafélagsins Súlunnar á Stöðvarfirði. Félags sem var stofnað fyrir tæpum hundrað árum, árið 1928. Stöðvarfjörður er ekki stór bær, en þar búa 189 manns í þessum litla firði milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. En ef maður á stóra knattspyrnudrauma, þá geta þeir ræst, hvaðan sem maður kemur. Eins og saga Ívars Ingimarssonar knattspyrnumanns sem kemur frá Stöðvarfirði og spilaði í enska boltanum í 13 ár frá 1999 til 2012, með liðum eins og Wolves, Brentford og Ipswich. Auk fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd. Eitt fjölsóttasta safn Austurlands er á Stöðvarfirði, Steinasafn Petru. Þar er heimur sem engin sem á leið um svæðið má láta framhjá sér fara.

Knattspyrnuvöllur Súlunnar, þar steig Ívar Ingimarsson landsliðsmaður sín fyrstu knattspyrnuskref. Handan við fjörðinn er Mosfell til vinstri og Lambafell til hægri. 

 

Stöðvarfjörður 31/10/2021 10:44 – RX1R II : 2.0/35mm Z

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson