Dyrhólaey, eða Portland

Dyrhólaey, eða Portland eins og eyjan er oft nefnd af sjómönnum, er einstakur höfði, 110-120 fermeta hár með þverhníptu standbergi í sjó vestan, en meira aflíðandi og grasbrekkur að norðan. Suður úr henni klettatangi, Tóin, með gati í gegn, dyrunum sem eyjan ber nafn af. Sagan segir að einhvern tímann hafi margir bátar verið innilokaðir í höfninni af rauðkembingi sem teppti útkomuna. Hafi einn sá hugaðasti ráðist í að róa út úr höfninni en þá hafi rauðkembingurinn orðið hans var og elt hann. Komst hann nauðlega aftur í land en við lá að hvalurinn færði þá í kaf eða bryti bátinn, þótt þeir réru lífróður. Var eini vegurinn að komast í gegnum Tónna en þá lá við að þeir brytu bátinn og árár tóku í beggja megin og komust þeir lífs af á land. Ekki lagði Rauðkembingurinn í að fara þar á eftir þeim enda hefur gatið verið mun minna þá en í dag og hafði aldrei verið róið þar í gegn nema einu sinni áður. Eyjan og allir drangarnir út af Dyrhólaey eru friðlýstir. Dyrhólaey er syðsti tangi landsins en lengi vel var Kötlutangi sem til var við Kötlugosið 1918 talinn skaga sunnar en eyjan.Mjög fjölbreytt fuglalíf er í eynni og hefur henni verið lokað undanfarin ár meðan á varptíma stendur. Vestan undir eyjunni er Dyrhólahöfn en þar var fyrrum útræði stundað. Margir drangar eru í sjó, einn þeirra er Háidrangur, Hann kleif Hjalti Jónsson, öðru nafni Eldeyjar-Hjalti og síðar konsúll 1893, og festi hann járnnagla og gadda svo hann hefur verið fær síðan. Þótti Hjalti sína við þetta mikla dirfsku og fræknleik.

 

https://www.kotlusetur.is/