Hof í Öræfasveit, frá árinu 1883

Ein & önnur kirkja

Austur er höfuðátt kristinnar trúar, nær allar af þeim 330 kirkjum landsins snú í austur, vestur, og gengið er inn að vestanverðu. Á Íslandi eru semsagt um 330 kirkjur, með öðrum guðshúsum eru þær tæplega 380, þannig að það eru rúmlega þúsund íbúar á hvert guðshús í landinu. Íslendingar tóku kristni árið þúsund, og höfum verið að mestu Lútherskrar trúar síðan um siðaskiptin árið 1550. Kirkjurnar seta ekki bara sterkan svip á höfuðborgina, þar sem Hallgrímskirkja, stærsta kirkja landsins efst á Skólavörðuholtinu er eitt af sterkustu kennileitum Reykjavíkur, þá dómera Dómkirkjan og Fríkirkjan miðbæinn. Þegar ekið er um landið, eru það oftar en ekki kirkjurnar, sem gleðja augað, vel staðsettar á höfuðbólum hverrar sveitar. Icelandic Times / Land & Saga velur hér nokkrar kirkjur, hringinn í kringum landið, kirkjur sem eru bæði einstakar og fallegar.

Hraungerðiskirkja rétt austan við Selfoss, byggð 1902
Gröf í Skaftártungu, einstakur staður frá árinu 1898
Skinnastaðarkirkja, Öxarfirði, eitt fallegasta kirkjustæði á landinu, kirkjan er byggð 1854
Dómkirkjan á Skálholti kláruð árið 1963
Fríkirkjan í Reykjavík í dag við hlið Listasafn Íslands, kirkjan var vígð árið 1902
Hof Vopnafirði byggð 1901

Ísland 11/03/2024 : A7R III, RX1R II : FE 1.2/50 GM, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson