Einar Þorsteinn Ásgeirsson listamaður og arkitekt

Hægindastóllinn er ekki mín tilvera

Einar Þorsteinn Ásgeirsson listamaður og arkitekt segir hinn harða heim vitsmuna ekki gefa mikið fyrir rómantískar tilvísanir

manuela und einarEinar og Manuela í Hemi-Zync námskeiði á Spáni 2006 ( www.tmi.com )

„Samstrendingur er nýyrði í íslensku og þýðir að maður getur pakkað saman helling af einum og sama margflötungnum án þess að myndist gat eða holrými á milli þeirra. Sama gerist með sameindir í kristöllum, það myndast einskonar samloka. Maður þarf ekki nema eitt slíkt form, en getur pakkað því saman á alla kanta,“ segir Einar Þorsteinn listamaður og arkitekt og bætir við: „Í nýja Tónlistarhúsinu í Reykjavík er þetta form notað í burðargrind glerhjúpsins, sem á ensku heitir „space frame“ og ber sig sjálf vegna þess að hún er í þrívídd. Það sem er sérstakt við þetta form mitt, er að það er byggt á fimmfalt symmetrísku rými, en er samt samstrent, en aðeins um fimmtán samstrend form eru til.“
Capture
Þegar Einar er spurður, hvort hann hafi fengið hugmyndina að samstrendingunum frá íslenska stuðlaberginu, segir hann það reyndar ekki vera. „Þetta er alveg sérstakt form, sem byggist á áratuga könnun minni á þrívíðum formum. Fólk á miðjum aldri man ef til vill eftir bókinni minni: “Barnaleikur” frá 1977, sem nú er nú komin á ensku og er hægt að fá fyrir ekkert í eitt ár hjá: www. xym.no frá júní 2008. – Umrætt form kalla ég: Gullinfang, áður „Quasi-Brick,“. En hvaðan kemur formið? Ef við tökum til dæmis tening, þá er hann úr fjórfalt symmetrísku rými. Önnur form tilheyra síðan fimmfalt symmetrísku rými, meðal annars Gullinfangið. Með því að lengja það form, má nota það betur, til dæmis má gera það úr gleri, í glerhjúp Tónlistarhússins nýja.“

Einar Thorsteinn Star 01Dönsk útgáfa af kúluhúsunum í vistþorpinu Torup á Sjálandi 2007

Maður gerir í sjálfu sér ekkert einn

Hvers vegna er því haldið fram á Íslandi að hjúpurinn um tónlistarhúsið sé vísun í stuðlaberg?

„Mér dettur helst í hug ættjarðarást! Ætli það sé ekki vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja það sem við sjáum, einhverju sem við þekkjum og á Íslandi þekkjum við stuðlabergið – en það er ekki Gullinfang, heldur endalausir sexhyrningar, ef vel er að gáð. Þetta minnir þannig á stuðlaberg, en hefur svo sem ekkert með það að gera. Ef Íslendingar væru býflugnaræktendur myndu þeir segja: Já, þetta form er byggt á býflugnabúi.“

ammann goes bejingAmmann-línurnar komnar til Bejing – Mynd Ingó

Frá 1973 til 2000 rak ég rannsóknarstofu, sem hét Tilraunastofa burðarforma og var m.a. staðsett í húsnæði í Höfðatúninu í Reykjavík, undir smíðaverkstæði. Þar í Desember 1988 rak á fjörur mínar, eftir um fjórtán ára undirbúningsstarf, form sem sameinaði vissa þætti fjórfalds og fimmfalds symmetrísks rýmis og er einnig samstrendingur líkt og teningur er. Ég get óbeint þakkað þetta Vísindasjóði, sem styrkti mig reyndar til annars svipaðs verkefnis á sama tíma með góðri aðstoð frá Linus Pauling. -Þetta umrædda form, sem byggist á “Rhombic Triacontahedron” eða „Kepler‘s Bolta“, var viss áfangi í rannsóknarferli, sem endaði síðan 2004 með “Fang” forminu. Ég held ég vísi einfaldlega í nýja bók, sem ég er að skrifa um þetta mál allt og kemur út á ensku í sumar:” The FANG Story”. En á www. youtube.com, undir “FANG quasicrystals” er nú hægt að skoða grunninn að þessu.

Ég þakka þetta úthald mitt nokkrum snillingum, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni: Buckminster Fuller, Frei Otto og Linus Pauling. Maður geri í sjálfu sér ekkert einn, það er regin misskilningur. Þess vegna hef ég hiklaust aðstoðað “góðar talentur” eins og ég hef getað. – Á hinn bóginn má maður vara sig á því að halda, að frægðin, sem verður til vegna þess sem maður afkastar, geri eitthvað fyrir mann. Fræðgin blindar einungis sýn á tilveruna. Gegn þeirri veiru er enginn bólusettur!

Samstrendingur Tónlistarhússins

Um þrettán árum seinna, eða 2001, vildi svo til að ungur listamaður, Ólafur Elíasson, var á höttunum eftir staflanlegu formi til ýmissrar notkunar í list sinni. Eftir nokkra umþóttun sýndi ég honum þetta umrædda form og hann sá möguleika í því fyrir sitt starf. Við nefndum það fyrst „Quasi-Brick“. Það er að segja „quasi“ vísar til quasi-kristalla úr fimmfalt symmetrísku rými náttúrunnar og „brick“ vísar til múrsteins.“ „Ólafur hefur notað þetta form töluvert mikið og í ýmsum útgáfum í gegnum árin í list sinni og það er nákvæmlega þetta form sem nú á að nota í ytra byrði.

Olympíu-leikvangurinn í Bejing/ niðri: Fivefold-Pavilion í Holbæk í Danmörku, 2000. Verk eftir Ólaf Elíasson.

Vitaskuld er Gullinfangið aðeins eitt af fleiri skyldum formum og þau eru smám saman að koma í ljós – en á endanum leiða þau saman til nýs skilnings á vissum þáttum náttúrunnar.
Tónlistarhússins í Reykjavík. Það er mögulegt vegna þess eins, að líkt og teningurinn er þetta þrívíða form einnig samstrendingur. Allir tólf fletir þess hitta fyrir sams konar fleti í stöflun og engin ófyllt göt verða eftir. Eins og sjá má, á þetta ekkert skylt við tvívítt geometríu-munstrið í stuðlabergi. Á hinn bóginn eru öll form sem pakka rýmið með sexhyrndan jaðar, líka teningur. Já, líka teningur

P1030698Vitaskuld er Gullinfangið aðeins eitt af fleiri skyldum formum og þau eru smám saman að koma í ljós – en á endanum leiða þau saman til nýs skilnings á vissum þáttum náttúrunnar. Um það á eftir að skrifa heil bókasöfn, en hver veit nema þá verði það þar með eitt framlag, af íslenskum rótum, til heimsbyggðarinnar? Hins vegar tekur einfaldlega sinn tíma að komast að niðurstöðum á slíku rannsóknarsviði. En frá mínum bæjardyrum séð, er þetta hin sanna, heimsmenningartengda, órómantíska saga á bak við þrívíða munstrið í umræddu Ráðstefnu- og tónlistarhúsi. Ég tel það, sannast sagna, vænlegra til framdráttar þeim hugmyndum sem að baki þessa húss búa, en rómantísk tilvísun í stuðlaberg, hvort heldur er íslenskt eða erlent. Almennt séð, gefur hinn harði heimur vitsmuna ekki mikið fyrir rómantískar tilvísanir.”

ljos-virki rvkLíkan af samstrendingunum fyrir Ráðstefnu og Tónlistarhúsið í Reykjavík.

Garðskálinn í Holbæk kominn til Peking

Ég má til með að segja þér aðra skondna sögu um form, Súsanna. Og hvar þau lenda svo á endanum. Þessi er frá fyrstu árum samvinnu okkar Ólafs Elíassonar. Þannig vildi til að haustið 1998 unnum við að gerð “garðskála” listaverks fyrir lystigarð í Holbæk í Danmörku. Við urðum loks sammála um að ákveða þekkt, fallegt geometrískt munstur á skálann, sem ég vissi um: Ammann- línurnar. Gott og vel. Skálinn var svo vígður vorið 2000 í Holbæk.

einarolympia3-ingoTveimur árum seinna var gefin út bók um þetta verkefni ásamt fleiru. Við vitnuðum að sjálfsögðu í stærðfræðisnillinginn Mr. Ammann frá Boston og línurnar hans. En það voru fleirir en við tveir og Holbækbúar, sem voru ánægðir með árangurinn: Tveir svisslenskir stjörnu-arkitektar sáu gripinn, þeir voru einmitt að vinna að samkeppni fyrir Ólympíuleikana í Bejing 2008. Og viti menn, með kópíu af þessu listaverki okkar unnu þeir samkeppnina!

Nú er búið að reisa bygginguna í Bejing og allir sem þekkja garðskálann í Holbæk sjá, hvað er hér á ferðinni. Síðast um helgina kom hér ókunnur maður, bankamaður, sem óspurður sá strax að um sama hlut er að ræða. Nú, ariktektarnir standa ennþá í þeirri trú, að þetta ævintýri þeirra hafi heppnast. Þeir tala fjálglega um “fuglshreiður”, en ekki Ammannlínur. Og svo langt gengur vitleysan, að það er búið að finna Kínverskan listamann, sem vefur tágum saman á líkan hátt. –Þó það nú væri.“

„Fjölmiðlarnir éta þetta svo auðvitað upp hver eftir öðrum, uns ný “staðreynd” verður til! Í einkaviðtali hafa sömu arkitektar viðurkennt hugmyndastuld sinn, en opinberlega ekki. Það væri skömminni skárra ef þeir viðurkenndu, að minnsta kosti, að hér eru Ammann-línurnar komnar til Bejing!“

Mannsheilinn skilur þrjá öxla og sex áttir

Einar Þorsteinn hefur fyrir margt löngu lagt niður rannsóknastofu sína í Höfðatúninu og hefur starfssvið hans leitt hann til Danmerkur og þaðan til Þýskalands, þar sem hann er nú búsettur. Rannsóknarvinnu sína stundar hann samt áfram, nú í stúdíói Ólafs Elíassonar í Berlín, sem og í eigin vinnustofu á heimili sínu í Brieselang, skammt fyrir utan Berlín. Þar, en einnig í Reykjavík, er ný rannsóknarstofnun hans til húsa: Stofnun til eflingar hugans, eða www.iam.cc

einar Þorsteinn arkitektÞegar Einar er spurður, hver hafi verið kveikjan að rannsóknum hans á þrívídd, segir hann: „Árið 1984 fundust quasi-kristallar í náttúrunni og síðan hafa allir háskólar heimsins verið að reyna að finna út úr því hvernig þeir virka. Í raun veit það enginn ennþá. Það er opin spurning í vísindasamfélaginu, hver finnur út úr þessu og hvenær? Núna eru um fimm hundruð háskólar að vinna að þessu, þar á meðal á Íslandi –en ég efast um að nokkur þeirra finni út úr þessu. Það verður örugglega einhver óakademískur skósmiður úr vesturbænum!“

Á vinnustofum Einars Þorsteins eru hundruð, ef ekki þúsundir, af líkönum úr pappa. Einar segist nota þau í tilraunaskyni. „Þegar ég tala um tilraunir, á ég í rauninni við skilning. Ég geri þessi líkön til að komast að því hvað er í gangi. Fimmföld symmetría er mjög flókin og mannsheilinn er einfaldlega ekki þjálfaður til að skilja hana. Heilinn í okkur er þjálfaður til að skilja þrjá öxla og sex áttir, upp/niður, norður/suður, austur/vestur. Með þrívíðu, fimmfalt symmetrísku rými, verða rúmfræðilegir strúktúrar fimm sinnum flóknari en það sem mannsheilinn meðtekur. Þannig getur verið nokkuð flókið að sjá þetta fyrir sér án líkana, þegar strúktúrinn verður æ flóknari. Og hér er í raun enginn endir til.

eth cph april07-1Þegar maður er hins vegar með líkön í höndunum, er hægt að útskýra hlutinn. Það er svo sem hægt að teikna eða skrifa um flókinn strúktúr, en það nægir mér ekki. Ég verð að halda á honum til þess að skilja hann til fulls. Það er líka auðveldara að skilja hluti með fingrunum. Um leið og maður snertir formið, verður það skiljanlegt. Maður man eftir snertingunni. Það má segja að hún sé komin á harða-diskinn í líkamanum.“

Þegar Einar er spurður hvort tilraunir hans – eða leiðir hans til skilnings, séu arkitektúr, list eða eðlisfræði, segir hann að svarið sé bæði já og nei. „Ég hef eðli til að vera alltaf að vinna að einhverju nýju, alltaf með hugann við framtíðina. Ég fæ endalausar hugmyndir og það er auðvitað auðvelt að gleyma þeim jafn harðan. Þess vegna bý ég til hluti til þess að geyma þær. Ég hef unnið að þessum strúktúrum í áraraðir og væri örugglega að vinna að þeim, þótt ég væri ekki í einskonar samvinnu við hann Óla. Hann er hins vegar listamaður á heimsmælikvarða og það hefur gert mér kleyft að vinna að því sem mig langar mest til. Ef við lítum á okkur tvo saman, þá vinn ég mest við tilraunir, en Ólafur fæst mest við listsköpun. Mér finnst sú íslenska sögusögn í mörgum útgáfum um það hvernig samvinnu okkar Óla er háttað, bara brosleg.“

Færanleg rannsóknarmiðstöð á tunglinu

„Það vill bara svo til, að tilraunir mínar passa inn í listsköpun Óla í dag og það er mjög gott. Á morgun gæti það allt breyst. Pappaboxin sem ég nota í tilraunir eru bara „gulrætur“ sem ég skapa. Þær eru þarna og leiða mig í átt að hinni raunverulegu spurningu – spurningunni um það, hver við erum í rauninni sjálf. Og þar með erum við komin til baka að nýju En það voru fleirir en við tveir og Holbækbúar, sem voru ánægðir með árangurinn: Tveir svisslenskir stjörnu-arkitektar sáu gripinn, þeir voru einmitt að vinna að samkeppni fyrir Ólympíuleikana í Bejing 2008. Og viti menn, með kópíu af þessu listaverki okkar unnu þeir samkeppnina

En Einar fæst við fleira en fimmstrend form og kassa. Þessa dagana vinnur hann að flókinni rúmfræðistúdíu fyrir Montana, húsgagnafyrirtæki Peters Lassen í Danmörku, og þar er að verða til “pródúkt”. Auk þess var hann á síðasta ári hluti af bandarísku rannsóknarteymi sem vann fyrir NASA. „Ég vann með vini mínum, Guillermo Trotti, amerískargentískum arkitet – sem reyndar er fyrsti geimarkitektinn,“ segir Einar. „Hann kom fram með mér og Larry Bell í World-Net sjónvarpsþættinum árið 1988, sem varð til í samvinnu við USIS á Íslandi og Friðrik Brekkan.

Árið 1975 hannaði Guillermo eins konar „geim-grunn“ fyrir kenningar sínar í byggingarlist. Hann kynnti þessa hönnun fyrir NASA og benti þeim á að þeir þyrftu arkitekta, auk verkfræðinga, ef þeir ætluðu sér að hanna varanlega stöð á tunglinu. Verkfræingar geta alveg hannað byggingar, en það þarf arkitekta til að hanna notkun þeirra. –Það þurfti nokkuð átak til að sannfæra NASA-menn um þetta. Við Guillermo Trotti kynntumst árið 1986 í Houston, Texas, en árið 2006 fórum við síðan í samvinnu fyrir NIAC og NASA. Þeir fjármögnuðu vinnu okkar við að þróa færanlega rannsóknarmiðstöð á tunglinu. Hugmyndin fólst í því að búa til svokallaðan „Scorpion Rover,“ eða rannsóknarstofu á hjólum, sem keyrir yfir Tunglið eða Mars, og fólk lifir af í þessu farartæki á hverju sem gengur. Þannig gæti fólkið keyrt áfram um yfirborðið og skoðað sífellt meira, aukið stöðugt við þekkingu sína. Þetta er svona álíka og í villta vestrinu forðum tíð. Þá ferðuðust landnemarnir langa vegu áður en þeir fundu sér hentugan stað til að setjast að á. Á sama hátt gæti tunglstöð á hreyfingu um yfirborð tunglsins, ratað á réttan stað til að koma sér vel fyrir.

icelandic OasisVandamálið á Tunglinu eða Mars felast í gosum frá sólinni. Ef maður er staddur á Tunglinu, þegar sólgos verður, þá er það endirinn. Hins vegar er hægt að sjá fyrir hvenær þau verða og á tunglinu hefur maður um tvær klukkustundir til að koma sér neðanjarðar, eða neðantungls. Við þurftum að sjálfsögðu að leysa þetta líka. Við hönnuðum innbyggt kerfi, þar sem fólk getur komið sér úr farartækinu, neðanjarðar ofaní tunglið og verið þar í tvo sólarhringa. En almennt séð, þá eru það einmitt sólgos, sem gera það að verkum, að ekki er hægt að senda geimfara til Mars í dag. Það er ekki mikið um þetta rætt, en geimfarar á leið til Mars myndu drepast, ef sólgos yrði. Tæknilausn er of dýr í bili. En þessi þróunarvinna okkar Guillermo er nú á enda, og enginn veit hvort þetta verður nokkurntíma að veruleika. Sennilega ekki! Samt hefur NASA breytt ýmsu í sínum tungl-plönum fyrir 2020 í átt til okkar hugmynda. Tilviljun? Sennilega. En reikistjörnu-rannsóknarstofa á hjólum er ice oasis 097nothæf hugmynd eftir sem áður.”

Græn hátækniborg í Einskismannslandi Enn ein hugmynd, sem Einar Þorsteinn hefur sett fram og kynnt, er hönnun hátækniborgar, prótótýpu fyrir framtíðarborg hnattarins, til dæmis uppi á miðju hálendi Íslands. Þetta verkefni hófst í samvinnu með Trausta Valssyni arkitekt, fyrir tuttugu og átta árum, en nýja útgáfan af henni er nú eingöngu á Einars vegum. Í dag er verkefnið nefnt „Icelandic Oasis“ því meiningin er að borgin verði undir glærum hjúpi til þess að verja hana veðrum og fleiru. Ástæðuna fyrir heitinu segir Einar Þorsteinn vera þá, að hér sé um að ræða „græna- -hátækniborg”, eða raunverulega sjálfbæra borg frá byrjun. Hin leiðin, að prjóna í sífellu áfram við okkar úreltu nútímalausnir á “tækinu” borg, gengur einfaldlega ekki upp.

torup june 06„Borgir hafa alltaf þróast út frá upplýsinga- og flutningamöguleikum, meðfram ám, fljótum, ströndum og vegum. Við lifum hins vegar á tímum netvæðingar og vegirnir eru ekki eins mikilvægur samskiptaþáttur. Það er því algerlega rökrétt að reisa borg í miðju einskismannslandi Vandamálið á Tunglinu eða Mars felast í gosum frá sólinni. Ef maður er staddur á Tunglinu, þegar sólgos verður, þá er það endirinn. Hins vegar er hægt að sjá fyrir hvenær þau verða og á tunglinu hefur maður um tvær klukkustundir til að koma sér neðanjarðar, eða neðantungls.í dag. Það var hægt í Dubai og hvers vegna ætti það þá ekki að vera hægt á Íslandi, til dæmis? Með hátækni er alls staðar hægt að lifa góðu lífi og mjög misjafnt að hverju fólk leitar.

ice oasis 096Kosturinn við staðarval á Íslandi er ónýtta, heita vatnið undir yfirborðinu. Vitaskuld skilur fólk þetta ekki til fullnustu í dag. Fólki finnst að allt sé bara rétt sem það venst við. Og margir hafa bent mér á það, að slík hátækniborg fyrir framtíðarmenningu hnattarins væri betur staðsett í þeirra eigin landi! Má vera að það sé rétt! Og þó að ég sé sjálfur langt frá allri rómantík, þá sé ég þetta sem lið í því, að Íslandi takist að vera siðmenntað land í framtíðinni. Fyrir það þarf jafnvel að fórna ýmsu og leggja á sig mikla vinnu. E.t.v. þurfum við jafnvel að bjóða Sameinuðu Þjóðunum nýtt aðsetur á Íslandi? Eins og forsetinn benti á í síðustu áramótaræðu sinni, þá er ekki hægt að binda unga fólkið á bás. Sagt á einfaldan hátt: ef við bjóðum ekki uppá neitt sem skarar framúr á heimsmælikvarða á Íslandi, þá flytur unga, menntaða fólkið annað (eins og ég). Það er hin hliðin á samkeppninni, vegna hnattvæðingarinnar.“

Quasi-Brick úr Ammann-línum.
Ófullgert verk á vinnustofu Ólafs Elíassonar.

Þegar Einar er spurður, hvort þetta sé ekki dálítið framúrstefnulegt og útópískt segir hann: „Fyrir mér er útópía eitthvað sem ekki er hægt að gera – en þetta er hins vegar vel gerlegt. Það eru engin takmörk fyrir því hverju mannkynið getur fengið áorkað. En við verðum að setja okkur markmið. Án markmiða stöðvast öll framþróun. Og það er ekki nóg að fyrirtækin setji sér markmið! Framtíðarsýn er vissulega sjaldgæft fyrirbæri í miðju nútímaatburðarásar. Hins vegar er arkitektúr bara tækni og mannkynið tekur í sátt alla þá tækni sem gerir líf þess betra. Á hinn bóginn veit mannkynið oft ekki um “hina möguleikana”. Stór hluti af þeirri sýn sem ég, ásamt mörgum fleiri, hef á “hálendisborgum” af þessari gerð, er möguleikinn á því að þróa nýtt samfélag frá grunni, hvort sem er á Íslandi eða á Mars; samfélag sem byggir ekki á neinum lamandi hefðum, vegna þess að það eru engar hefðir fyrir því að búa á slíkum stað í Einskismannslandi. Hver sem er getur búið þarna og engin takmörk fyrir því hvernig byggingarnar geta litið út. Hugmyndin er að búa til algerlega nýjan grunn undir það, hvernig borg gæti verið og ætti að vera. Hún á skilyrðislaust að vera sjálfbær og praktísk – og að taka ýmsar ytri breytingar með í reikninginn. –Til dæmis flug-bílinn, sem flugvélaverkfræðingurinn Yoeli frá Ísrael er búinn að hanna.“

Breyttur lífsstíll framtiðar

Hvers konar breytingar? „Eitt gott dæmi er hlýnun jarðar, sem á sennilega eftir verða til þess að fjöldi fólks annars staðar á hnettinum, þarf að flytjast, til dæmis frá miðbaug og jafnvel til Íslands. Það þarf ekki miklar veðurfarsbreytingar til viðbótar til þess að fólk verði neytt til að breyta um lífsstíl – því get ég lofað þér. Það er þá eins gott að vera við öllu búinn, og jafnvel að sjá tækifæri í breytingunum og ekki halda áfram í sama Pollíönnuleiknum. – Annars erum við Trausti vinur minn, ekki alveg sammála um það, hvort hitnar eða kólnar á hnettinum í framtíðinni. En annað hvort verður það og of heitt og of kalt hefur sömu niðurstöðu fyrir mannskepnuna!“

Lunar RoverNASA 01Scorpion Rover -færanleg rannsóknarstöð fyrir tunglið.

Í desember 2009, þegar Tónlistarhúsið í Reykjavík verður opnað, er hugmyndin, að Einar Þorsteinn haldi sýningu á því, hvernig samstrendingurinn í glerhjúpnum utan um húsið varð til. Á sýningunni getur fólk séð þróunina frá 1988. „Þetta form er búið að fara í ákveðinn hring,“ segir hann. „Það varð til í Reykjavík árið 1988 innan við kílómeter frá Reykjavíkurhöfn og skal núna notað í nýja Tónlistarhúsið, um tuttugu árum seinna. Auðvitað framleitt í Kína. Það er búið að fara út í heim og komið til baka. – En það þurfti reyndar að fara út í heim til þess að verða notað. – Hvað segir það okkur?”

ice oasis 085Í hnotskurn er þetta sagan um íslenskt eyjaþjóðfélag. Allt sem kemur innan frá er “einskis virðri”, en allt sem kemur að utan er “frábært”. Ef til vill er hér falin allstór lexía fyrir íslensk stjórnvöld og menningu? Á, til dæmis, að halda áfram að leysa öll vandamál með álverksmiðjum? Eða er raunhæf stefnumótun fyrir lýðveldið Ísland á næsta leyti? Núna er tregðulögmálið það sterkt að öll framtíðarsýn er bara tómt bull, eða hvað?

Á vinnustofu Ólafs Elíassonar í Berlín: Thorsteinns stjarnan verður til í Október 2007

Á hinn bóginn er kosturinn við íslenska fámennis-menningu sá, að unga fólkið “veit ekki hvað er ekki hægt að gera” og framkvæmir þess vegna hið ómöglega. Um það er fjöldi dæma. Bejing er orðinn nágrannabær. Þetta er bara spurning um að vaða út í dæmið og framkvæma það. Þetta er jú fólkið sem tekur við. En lífsmótandi væntingar þess koma vitaskuld frá samfélaginu, koma frá markvissum framtíðasýnum. Gott dæmi er Kennedy bandaríkjaforseti, þegar hann flutti tunglræðuna frægu í þingingu, 1961: “Við ætlum til tunglsins.”- Og hvað gerðist? Unga fólkið í Bandaríkjunum ákvað að fara í vísindanám. – Í dag fer varla nokkur í vísindanám þar, en meginhluti bandarískra ungmenna er í fjármála- eða lögfræðinámi. – Hvenær verður slík “tunglræða” flutt á alþingi?”

Hvað annað ertu með á döfinni? “Ég býð þér með hérna útfyrir húsið okkar Manuelu, Súsanna. Þar er listaverk sem þú verður að skoða. –Ég hef fullan hug á því að eyða nokkrum tíma -ef forlögin vilja það- í listsköpun. Ekki málaralist eða slíkt, heldur list tengda meðvitund fólks, til dæmis í ætt við “Non-Visual Object”, sem ég sýndi í Berlín. – Næsta sumar mun vinur minn, Hrafn Gunnlaugsson setja upp listaverkið “Vindfang” eftir mig á Íslandi. Þetta er allt dálítið flókið en skemmtilegt. Síðan er stofnunin mín að senda frá sér fyrstu bókina af þremur um “eðlisfræði mannlegrar tilveru”. Þetta er líka afar “framandi” fyrir stofumenninguna. -Hægindastóllinn er einfaldlega ekki mín tilvera.”

Á módelverkstæðinu á vinnustofu Ólafs Elíassonar í Berlín. Einar Þorsteinn sýnir zome-tools líkön af fimmfalt symmetrískum formum.

Í hnotskurn er þetta sagan um íslenskt eyjaþjóðfélag. Allt sem kemur innan frá er “einskis virðri”, en allt sem kemur að utan er “frábært”. Ef til vill er hér falin allstór lexía fyrir íslensk stjórnvöld og menningu?

www.einarthorsteinn.com

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0