Súlan situr enn á hinum 75 metra háa klettadrangi Jóni Trausta.

Einn svartur sauður

Það er fleira af sauðfé en mannfólki á íslandi. Hér uppi á Rauðanúp á Melrakkasléttu í gær rakst ég á þessar fimm kindur fyrir framan Jón Trausta og Karl, klettana tvo sem standa vörð norður af Rauðanúp á Melrakkasléttu. Þarna við Norður-Íshafið er einstök stemming. Mörgum finnst Melrakkasléttan, nyrsti hluta Íslands einn fallegasti staður landsins. Sérstaklega þegar vel viðrar eins og hefur gert þar í allt sumar. Á veturnarnar er þarna varla byggilegt, enda er nær öll heilsárbyggð farin í eyði. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 401.022 sauðfé á Íslandi á síðasta ári, 35.000 fleiri en íbúar Íslands. Á allri Melrakkasléttunni búa nú um 350 manns, frá Kópaskeri og suður fyrir Raufarhöfn. Það tekur bara átta tíma plús að aka frá höfuðborginni norður að Rauðanúp. Súlan situr enn á hinum 75 metra háa klettadrangi Jóni Trausta.

Melrakkaslétta 26/08/2021 15:44 : A7R III / FE 1.8/14mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0