Eiríksjökull

Eiríksjökull

Stærsti móbergsstapi á Íslandi er Eiríksjökull, 1675 m hár. En þetta eru sérstök gerð eldfjalla sem myndast í eldgosi undir íshellu eða jökli. Þekktasta fjall þessarar gerðar á landinu er Herðubreið. Eiríksjökull er 40 ferkílómetra stór og er norðan og vestan við Langjökul. Fram til 1700 hét fjallið / jökullinn Baldjökull. Auðvelt er að ganga á fjallið, en leiðin er löng, svo reikna má að ferðin upp og niður sé gott dagsverk. 

Eiríksjökull rís upp vestan við Langjökul í forgrunni
Eiríksjökull frá Arnarvatnsheiði
Varða við þjóðleiðina milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslna

 

 Eiríksjökull stærsti móbergsstapi á Íslandi
Miðnætursól yfir Eiríksjökli

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Vesturland 28/04/2023 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM