Eldgos hafið við Fagradalsfjall

Nýja gosið er þar sem X-ið er. Frá bílastæðunum á Suðurstrandarvegi er um 8 km ganga að gossprungunni sem, eins og sjá má er í lægð í vestanverðum Meradölum við Fagradalsfjall.
Eldgos er hafið í Meradölum við Fagradalsfjall og loga nú eldar þar að nýju úr um 300 m langri sprungu en seinustu eldsumbrot á svæðinu stóðu frá 19. mars 2021 og allt fram til 18. september sama ár.
Eldgosið vakti mikla athygli og hundruðir þúsunda lögðu leið sína að gosstöðvunum til að berja þær augum. Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á Reykjanesskaga en greinilegt er að nú er hafið nýtt tímabil svokallaðra elda.
Hér má sjá staðsetningu nýju gosstöðvanna á korti.
Mynd tekin 03.08.22, Veðurstofa Íslands
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0