Vá við Grindavík / Bláa lónið

Veðurstofa Íslands gerir ekki bara veðurspár og flugveðurþjónustu fyrir Ísland og hafsvæðið umhverfis landið, heldur vaktar stofnunin hættu á eldgosum, jarðskjálftum, snjóflóðum, vatnsflóðum, aurskriðum, hlaupum, sjávarflóðum og hafísútbreiðslu, og sendir út viðvaranir og upplýsingar til Almannavarna, almennings og stjórnvalda. Þessa dagana er verið að fylgjast mjög náið með ótrúlegum fjölda jarðskjálfta og kvikuhreyfingar á svæðinu við fjallið Þorbjörn, sem stendur milli Grindavíkur og Bláa lónsins. En fjarlægðin milli staðanna eru einungis 3 km. Land hefur verið að hækka þarna (sjá kort frá Veðurstofu Íslands) og glóandi hraunkvikan er bara á um 4 km dýpi norðvestan við Þorbjörn. Þar í hrauninu er Bláa lónið, einn af allra vinsælustu ferðamannastöðum á Íslandi, en lónið heimsækja hundruð þúsunda gesta á ári. En alvarlegra er að rétt við Bláa lónið er Svartsengisvirkjun, jarðvarmavirkjun sem sér yfir 30 þúsund íbúum á Reykjanesi fyrir heitu vatni, auk raforku. Ef virkjun færi væri illt í efni, en virkjunin og Bláa lónið standa í Illahrauni sem rann árið 1226. Eins er Grindavík enn af öflugustu sjávarútvegs bæjum á landinu, með frábæra höfn, fyrir jafnvel stærstu fiskiskip íslenska flotans. Veðurstofa Íslands, segir að ef til eldgos kæmi, værir það nokkurra klukkustunda aðdragandi, svo fólk næði að koma sér í burtu af svæðinu, áður en eldgos hefst. Icelandic Times fóru og kíktu á svæðið umhverfis Þorbjörn, þar sem allt leikur á reiðiskjálfi, þessa dagana.

Heitt og gott í Bláa lóninu

Maður við mann í Bláa lóninu

Fjallið Þorbjörn, glittir í Bláa lónið í miðju Illahrauni til vinstri

Jarðvarmavirkjunin Svartsengi

Hitaveituleiðslan frá Svartsengi til Grindavíkur, og áfram vestur

Horft í suður að Þorbirni, gufa frá Svartsengisvirkjun við fjallið

Bláa lónið og Svartsengi til vinstri í Illahrauni

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Illahraun 01/11/2023 – A7C, A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G