Eldos í jólagjöf?
Land rís nú hratt við Fagradalsfjall, þar sem þrjú eldgos hafa verið á jafnmörgum árum. Kristín Jónsdóttir, jarðfræðingur og fagstjóri náttúruvá á veðurstofu Íslands biðlar til fólks á ferð um Reykjanesskagan núna að fara með gát. Hún segir í viðtali við RÚV að kvikugangur sé að myndast og að líkur séu á því að það séu ekki margar vikur í næsta eldgos. Kristín segir um stöðuna núna að þenslan undir Fagradalsfjalli sé á pari við það sem var fyrir gosið síðasta sumar. Þess vegna varar Kristín við ferðum um svæðið, því í undanförnum gosum koma stórir jarðskjálftar með hruni úr öllum þeim bröttu hlíðum á svæðinu. Síðan er auðvitað ekki vitað hvar kvikugangurinn finnur sér leið upp á yfirborðið, það getur verið á ansi stóru svæði og ekki möguleiki að spá hvar eða hvenær eldur og hraun brýst upp á yfirborðið á Reykjanesi. Mín spá, og ég er ekki góður spámaður, er að þann 24. desember klukkan 18. byrjar að gjósa norðaustanvert við Fagradalsfjall. Jólagjöf til allra landsmanna.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 17/10/2023 – A7R, A7C, RX1R II