Eldos í jólagjöf?

Eldos í jólagjöf?

Land rís nú hratt við Fagradalsfjall, þar sem þrjú eldgos hafa verið á jafnmörgum árum. Kristín Jónsdóttir, jarðfræðingur og fagstjóri náttúruvá á veðurstofu Íslands biðlar til fólks á ferð um Reykjanesskagan núna að fara með gát. Hún segir í viðtali við RÚV að kvikugangur sé að myndast og að líkur séu á því að það séu ekki margar vikur í næsta eldgos. Kristín segir um stöðuna núna að þenslan undir Fagradalsfjalli sé á pari við það sem var fyrir gosið síðasta sumar. Þess vegna varar Kristín við ferðum um svæðið, því í undanförnum gosum koma stórir jarðskjálftar með hruni úr öllum þeim bröttu hlíðum á svæðinu. Síðan er auðvitað ekki vitað hvar kvikugangurinn finnur sér leið upp á yfirborðið, það getur verið á ansi stóru svæði og ekki möguleiki að spá hvar eða hvenær eldur og hraun brýst upp á yfirborðið á Reykjanesi. Mín spá, og ég er ekki góður spámaður, er að þann 24. desember klukkan 18.  byrjar að gjósa norðaustanvert við Fagradalsfjall. Jólagjöf til allra landsmanna.

Kraftur náttúrunnar við eða undir Fagradalsfjalli
Fáum við jólagos?
Fagradalsfjall hefur breyst í tunglið, eftir öll þessi gos
Grindavík liggur næst Fagradalsfjalli, efst til hægri

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 17/10/2023 –  A7R, A7C, RX1R II