Þann 3. ágúst rúmu ári eftir að eldgosinu í Fagradalsfjalli á Reykjanesi lauk, byrjaði að gjósa aftur í fjallinu, nú í norðanverðum Meradal, kílómetra norðan við gamla gýgin. Öflug jarðskjálftahrina, eins og í fyrra gosi kom á undan gosinu. Gosið nú er töluvert öflugra, meira en fimm sinnum meira magn af hrauni rennur úr nýju sprungunni, en í gosinu í fyrra. Eins er mun lengra fyrir göngugarpa að labba að nýja gosinu en því fyrra, 7 km löng ganga sem tekur á þriðja klukkutíma, enda er um mjög erfitt og grýtt land að fara. Börnum yngri en 12 ára er meinaður aðgangur, enda er gangan upp að gosinu bara fyrir full frískt fólk í þokkalegu formi. Gosið sem er rúmlega viku gamalt gæti flætt yfir suðurstrandarveg, sem tengir saman Þorlákshöfn, Grindavík og Hafnarfjörð fljótlega. Icelandic Times / Land & Saga flaug yfir gosið í dag. Njótið.
Reykjanes 10/08/2022 : A7R IV, A7R III, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135 GM, FE 1.4/24 GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson